Legið yfir Lúther –

27. september 2017

Legið yfir Lúther –

Þann 31. október næstkomandi eru 500 ár liðin frá atburði sem gerbreytti mannkynsögunni. Þá mótmælti munkurinn Marteinn Lúther aflátssölu kirkjunnar og sagan segir að hann hafi neglt blöð með 95 andmælum á kirkjudyrnar í Wittenberg. Upp frá því hófst atburðarrás sem leiddi til þess að Vesturkirkjan klofnaði. 

Lúther var merkilegur höfundur. Að sumu leyti var hann byltingarmaður, framsýnn og frumlegur í hugsun. Hann ögraði valdinu og höfðaði fremur til samvisku sinnar en embætta og samþykkta kirkjunnar. Á öðrum sviðum var hann barn síns tíma, fæddur á miðöldum og lifði tíma mikilla átaka. Hann hvatti til ofsókna gegn uppreisnarsinnum úr röðum bænda og sendi hann frá sér kver þar sem hann formælti gyðingum með afdrifaríkum hætti.

Á okkar dögum tilheyra um 400 milljónir kristinna manna söfnuðum sem kenna sig við guðfræði Lúthers. Þjóðkirkjan á Íslandi er í þessum hópi en þar er vel að merkja ekki litið á þennan áhrifaríka mann sem dýrling. Þvert á móti er gagnrýni og sjálfsmat inngreypt í hugmyndafræði þessara samtaka og er upphafsmaðurinn síður en svo undanskilinn slíku.

Einn sunnudagur og fjögur októberkvöld í Neskirkju verða helguð Lúther. Námskeiðið er ókeypis og hægt er að sækja einn viðburð eða fleiri.

Sunnudagur 8. október kl. 16:00

Leikrit um Lúther:

Verkið fjallar um æskuár Lúthers og spurt hvers vegna hann setti fram gagnrýni á kaþólsku kirkjuna sem á þeim tíma þótti óhugsandi. Stoppleikhópurinn flytur verkið eftir handriti, í leikgerð og leikstjórn Valgeirs Skagfjörðs og Stoppleikhópsins. Leikritið er ætlað fullorðnum og eldri börnum. Valgeir Skagfjörð, Eggert A. Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir fara með hlutverk í sýningunni.

Þriðjudagur 10. október kl. 20:00

Gramsað í kolli Lúthers:

Hvað var gamalt og hvað var nýtt í þessari guðfræði? Fjallað verður um helstu kenningar hans sem draga má fram í slagorðum siðaskiptanna: Ritningin ein (sola Scriptura), náðin ein (sola Gratia), trúin ein (sola fidei).

Þriðjudagur 17. október kl. 20:00

Tímar umskipta og átaka:

Hver var atburðarrás siðaskiptanna, bæði á meginlandi Evrópu og hér uppi á Íslandi? Hverjir komu þar við sögu og hvað dilk drógu þeir atburðir á eftir sér?

Þriðjudagur 24. október kl. 20:00

500 árum síðar:

Hvað er að vera lúthersk? Sagt frá starfi Lútherska heimsambandsins sem er í hópi öflugustu hjálparsamtaka í heimi. Gestur kvöldsins er Magnea Sverrisdóttir sem átti sæti í stjórn sambandsins um árabil.

Þriðjudagur 24. október kl. 20:00

95 hurðir:

Gagnrýni og sjálfsrýni á okkar dögum. Opnuð verður sýning Rúnars Reynissonar á 95 íslenskum kirkjuhurðum. Samantekt á efni Lútherskvöldanna og umræður.

    hateigskirkja.jpg - mynd

    Samverustund syrgjenda á aðventunni

    13. nóv. 2024
    Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
    kirkjanisaugl.jpg - mynd

    Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

    12. nóv. 2024
    Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
    Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

    Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

    08. nóv. 2024
    ...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls