Tilkynning vegna vígslubiskupskjörs í Skálholti

15. desember 2017

Tilkynning vegna vígslubiskupskjörs í Skálholti

Tilkynning vegna vígslubiskupskjörs í Skálholti
Komið hefur í ljós að val kjörmanna í a.m.k. 41 af 164 sóknum í Skálholtsumdæmi var ábótavant, sem hafði í för með sér að verulegir annmarkar voru á kjörskrá við kosningu vígslubiskups í Skálholti sem fram fór dagana 28. september til 9. október sl. Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur því ákveðið að endurtaka beri tilnefningu til vígslubiskups í Skálholti og kosningu í kjölfar tilnefningarinnar.
Ný tilnefning mun fara fram dagana 2. – 7. febrúar 2018. Kosið verður á milli þeirra þriggja einstaklinga sem flestar tilnefningar fá. Fer sú kosning fram 9. – 21. mars 2018. Kjörskrá veður lögð fram á hádegi þann 19. janúar 2018, en viðmiðunardagur kjörskrár er 12. janúar 2018.
Kjörstjórn hvetur þær sóknir þar sem val kjörmanna er ábótavant að bæta sem fyrst úr og eigi síðar en 12. janúar nk.
Kjörstjórn ítrekar mikilvægi þess að farið sé að reglum um val kjörmanna en einungis þeir kjörmenn sem valdir eru samkvæmt starfsreglunum verða teknir á kjörskrá.
  • Kosningar

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls