5. mars 2018
Gamlinginn 2018
Styrktartónleikarnir Gamlinginn 2018 verða haldnir í Grensáskirkju miðvikudaginn 7. mars nk. kl. 20. Tónleikarnir eru til styrktar orlofsdvöl eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði. Listamenn sem koma fram eru: María Magnúsdóttir, Vox Populi, Löngumýrargengið og Stórsveit öðlinga ásamt Hjördísi Geirs og Bjarka Guðmundssyni, ásamt fjölda annarra listamanna, sem allir sem einn gefa vinnu sína.
Eldriborgararáð, ellimálanefnd og Grensáskirkja standa fyrir tónleikunum. Miðar eru seldir við innganginn og er aðgangseyrir kr. 3.500.-
Eldriborgararáð, ellimálanefnd og Grensáskirkja standa fyrir tónleikunum. Miðar eru seldir við innganginn og er aðgangseyrir kr. 3.500.-