Auglýst eftir framboðum

10. mars 2018

Auglýst eftir framboðum

Á grundvelli 11. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings, nr. 1075/2017 auglýsir kjörstjórn þjóðkirkjunnar eftir framboðum til kirkjuþings.

Á kirkjuþingi eiga sæti 29 þjóðkirkjumenn kjörnir til fjögurra ára í senn. Eru 12 þeirra úr hópi vígðra manna, þ.e. presta og djákna og 17 leikmenn.

Kjörgengur til kirkjuþings er:

a. hver vígður maður sem á kosningarrétt skv. 3. gr. starfsreglna nr. 1075/2017

b. hver leikmaður sem hefur hlotið skírn í nafni heilagrar þrenningar, skráður er í íslensku þjóðkirkjuna, og hefur náð 18 ára aldri.

Kjörgengisskilyrði skulu vera uppfyllt 1. apríl 2018.

Þeir sem hyggjast bjóða sig fram til kirkjuþings skulu hafa tilkynnt kjörstjórn framboð sitt skriflega eigi síðar en 15. mars 2018. Tilkynningu um framboð skal senda til biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið kirkjan@kirkjan.is

Kjörstjórn getur óskað eftir að sá sem hyggst bjóða sig fram, framvísi staðfestingu er sýni kjörgengi hans.

Ef ekki berast nægilega mörg framboð, sbr. 11. gr. starfsreglan um kjör til kirkjuþings nr. 1075/2017, skal kjörstjórn svo fljótt sem auðið er gera uppstillingarnefnd kirkjunnar viðvart. Skal uppstillingarnefnd tilnefna þá frambjóðendur sem á vantar. Skal sú tilnefning hafa borist kjörstjórn eigi síðar en 31. mars nk., ásamt samþykki hlutaðeigandi.

Kosningarnar verða rafrænar og standa frá kl. 12:00 hinn 2. maí 2018 til kl. 12:00 hinn 7. maí s.á. Verða kosningarnar auglýstar sérstaklega síðar.

Fyrir hönd kjörstjórnar
Hjördís Stefánsdóttir, formaður
  • Frétt

  • Þing

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls