Framboð til kirkjuþings

23. mars 2018

Framboð til kirkjuþings

Kjörstjórn hefur farið yfir þau framboð sem bárust til kirkjuþings, en kosning til kirkjuþings fer fram með rafrænum hætti, dagana 2. – 7. maí 2018.

Eftirtaldir vígðir menn hafa boðið sig fram:

Kjördæmaskipan vígðra eru eftirfarandi:

1. Reykjavíkurkjördæmi: Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og eystra- og Kjalarnesprófastsdæmi.

Arna Grétarsdóttir

Baldur Rafn Sigurðsson

Bryndís Malla Elídóttir

Elínborg Gísladóttir

Eva Björk Valdimarsdóttir

Gísli Jónasson

Guðrún Karls Helgudóttir

Hreinn Hákonarson

Jóhanna Gísladóttir

Jón Helgi Þórarinsson

Skúli Sigurður Ólafsson

2. Skálholtskjördæmi: Suður-, Vesturlands- og Vestfjarðaprófastsdæmi.

Axel Árnason Njarðvík

Geir Waage

Guðbjörg Arnardóttir

Hildur Inga Rúnarsdóttir

Magnús Erlingsson

3. Hólakjördæmi: Húnavatns- og Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og Þingeyjar- og Austurlandsprófastsdæmi.

Gísli Gunnarsson

Gunnlaugur Garðarsson

Ólöf Margrét Snorradóttir

Sigríður Munda Jónsdóttir

Þuríður Björg W Árnadóttir

Ekki bárust nægilega mörg framboð leikmanna í sjö kjördæmum af níu. Kjörstjórn hefur á grundvelli 5. mgr. 11. gr. starfsreglan um kjör til kirkjuþings nr. 1075/2017, gert uppstillingarnefnd þjóðkirkjunnar viðvart, en berist ekki nægileg mörg framboð skal uppstillingarnefnd tilnefna þá frambjóðendur sem á vantar. Skal sú tilnefning hafa borist kjörstjórn eigi síðar en 31. mars 2018. Þegar sú tilnefning liggur fyrir verða upplýsingar um frambjóðendur til kirkjuþings í kjördæma leikmanna birtar.
  • Skipulag

  • Þing

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls