Fjórir umsækjendur

26. mars 2018

Fjórir umsækjendur


Embætti prests við Dómkirkjuna í Reykjavík, var auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út þann 23. mars sl.

Fjórir umsækjendur sóttu um embættið, en þeir eru í stafrófsröð; cand. theol. Bryndís Svavarsdóttir, séra Elínborg Sturludóttir, séra Gunnar Jóhannesson og mag. theol. Helga Kolbeinsdóttir.

Biskup Íslands skipar í embættið frá 1. maí nk. til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöllun matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu.
  • Embætti

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls