Tónleikar á fjórtán síðum

15. maí 2018

Tónleikar á fjórtán síðum

Tónleikar sendir út á fjórtán síðum samtímis

Vortónleikar sönghópsins Vox Felix, sem haldnir verða í Neskirkju í kvöld, verða sendir út samtímis á fjórtán samtengdum Facebook-síðum. Um er að ræða tilraunaútsendingu sem valdir kirkjusöfnuðir á SV-horni landsins standa að og er liður í því að vekja athygli á því fjölbreytta æskulýðs-, menningar- og mannræktarstarfi sem unnið er í kirkjum landsins.

Vox Felix þekkja margir, en sönghópurinn komst m.a. í úrslit í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands sem sýndur var á Stöð 2 síðastliðinn vetur. Hann er skipaður ungu fólki af Suðurnesjum sem vakið hefur athygli fyrir kraftmikinn söng og líflega framkomu. Vox Felix hefur mikið sungið í messum og öðrum kirkjulegum athöfnum og heldur tónleika sína gjarnan í kirkju.

Útsendingin í kvöld er á vegum Leitandi.is, vefsíðu sem sett var á laggirnar til að fjalla um fólkið í kirkjusamfélaginu og það fjölbreytta starf sem það innir af hendi. Sá hópur telur þúsundir einstaklinga; fólk sem situr í sóknarnefndum, syngur í kirkjukórum, stýrir barna- og æskulýðsstarfi, veitir trúarlega aðstoð og sáluhjálp og sinnir rekstri safnaðarheimila sem m.a. hýsa félags- og mannúðarstarf af ýmsum toga. Leitandi.is er á ábyrgð Biskupsstofu, en ýmsir aðilar leggja hönd á plóginn við þróun síðunnar.

Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20 og verða þeir sendir út á Facebook síðum Ástjarnarkirkju, Bessastaðakirkju, Grindavíkurkirkju, Hafnarfjarðarkirkju, Hvalsneskirkju, Keflavíkurkirkju, Kjalarnessprófastsdæmis, Leitanda, Njarðvíkurprestakalls, Víðistaðakirkju, Vídalínskirkju og Þjóðkirkjunnar. Þá verður einnig sent út á síðu Vox Felix og á Leitandi.is.

Nánari upplýsingar veitir:
Þorvarður Goði Valdimarsson

Verkefnastjóri

s. +354 774 2299

Ljósmynd: vf.is
  • Auglýsing

  • Tónlist

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls