NSU-ráðstefna 5.-7. júní 2018

2. júní 2018

NSU-ráðstefna 5.-7. júní 2018

Ráðstefna og námskeið verða haldin dagana 5.-7. júní, 2018. Fyrstu tvo dagana í Hlíðardalsskóla í Ölfusi en fimmtudagurinn 7. júní verður opinn kynningar- og fræðsludagur í Lindakirkju í Kópavogi.

Fræðsludagurinn er hugsaður fyrir presta, forystu-fólk í safnaðarstarfi og annað áhugafólk um NSU.

Aðalfyrirlesari verður Christian A. Schwarz, stofnandi og aðalleiðtogi Natural Church Development (NCD) á heimsvísu.

Dagskrá í Lindakirkju – 7. júní

09:45 Móttaka og skráning

10:00 Innleiðsla með söng og helgistund

10:30 Náttúruleg safnaðaruppbygging

(Christian A. Schwarz)

11:30 Hlé – hressing

11:45 Reynsla úr söfnuðum

- reynsla úr norskum, sænskum og íslenskum Söfnuðum (Margaret Saue Marti)

12:45 Hádegisverður

13:30 Þrír litir þjónustunnar (náðargjafanna)

(Christian A. Schwarz)

- kennsla og hópumræður út frá bókinni:

Þrír litir þjónustunnar

Fyrir leiðbeinendur: Breytingar eða stöðugleiki – að leiða í breytingaferli (Kjetil og Jan)

- kennsla og miðlun reynslu

14:30 Hlé -hressing

14:45 Samhliða námskeið (hópar)

- Eflandi stjórnun (Eric Guðmundsson)

- Gefandi trúarlíf (Vigfús Ingvar Ingvarsson)

- Hvernig förum við af stað? (Vigfús I. Ingvarsson)

- Fyrir leiðbeinendur: Þegar leiðsögnin gefur ávöxt – að leiðbeina heilshugar og af visku og mætti (Christian Schwarz)

- Kennsla og miðlun reynslu

15:45 Samantekt, hvatning og mat (Kjetil Sigerseth)

16:00 Lok fræðsludags (þátttakendur halda heim eða fá sér að borða í bænum)

17:30-18:30 Óformlegur spjalltími með Christian A. Schwarz

Áhugafólki um möguleika og fyrirkomulag NSU-verkefnisins í söfnuðum gefst kostur á að taka þátt.

Kvölddagskrá

19:30-21:30 Samkoma í Lindakirkju

Lífleg tónlist og söngur. Fólk úr Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar.

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands og Christian A. Schwarz ávarpa samkomuna.

Sagt verður frá reynslu af NSU verkefninu í söfnuðum.

Náttúruleg safnaðaruppbygging er að slíta barnsskónum á Íslandi enda hefur starfsemi á þessu sviði verið hér á landi frá árinu 2012. Þá er átt við safnaðarkannanir og leiðbeiningar við að efla grósku í safnaðarlífi út frá aðstæðum í hverjum söfnuði.

Frekari upplýsingar:

Vigfús Ingvar Ingvarsson, 863-6866 vigfus50@gmail.com

Eric Guðmundsson, 897-3625 eric@adventistar.is

NSU-Náttúruleg safnaðaruppb. www.ncd-international.org

NSU byggir á rannsóknum á þúsundum safnaða víða um heim af ýmsum kirkjudeildum og í margvíslegu menningarlegu samhengi. Hún leggur áherslu á heilbrigði safnaða fremur en tölulegan vöxt.

NSU tekur mið af líkingum Jesú um vöxt í ríki náttúrunnar. Bóndinn sáir og vökvar en hann reynir ekki að knýja fram vöxt með því að toga í kornöxin. Ekki er almennt vænst aukins vinnuframlags leiðtoga safnaða. Frekar er kröftum beint að þeim verkefnum sem mestum ávexti skila.

NSU á Íslandi var stofnað árið 2011 og hefur notið tengsla við Noreg sem eins konar deild í norsku samtökunum, Naturlig Menighetsutvikling (NaMu), sem eru með mikla reynslu og fólk úr ýmsum kirkjudeildum. Framkvæmdastjórinn í dag, Kjetil Sigerseth, er jafnframt framkvæmdastjóri dómkirkjusafnaðarins í Molde.

Gæðamörkin 8:

1. Eflandi stjórnun

2. þjónusta sem tekur mið af náðargjöfum

3. Gefandi trúarlíf

4. Virkt skipulag

5. Guðsþjónustur sem veita innblástur

6. Nærhópar (smáhópar, tengdir daglegu lífi þátttakenda)

7. Boðunarstarf sem tekur mið af þörfum fólks

8. Kærleiksrík samskipti
  • Ráðstefna

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls