Winfried Bönig organisti Kölnardómkirkju l

3. júlí 2018

Winfried Bönig organisti Kölnardómkirkju l

Winfried Bönig organisti Kölnardómkirkju og fleiri góðir gestir

Tónleikaröðin Alþjóðlegt orgelsumar heldur áfram með frábæra dagskrá í vikunni.

Miðvikudaginn 4. júlí kl. 12 syngur kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, íslenskar og erlendar kórperlur eftir Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Byrd, Mendelssohn, Sigurð Sævarsson, Bruckner og Händel í bland við íslensk þjóðlög. Tónleikagestum er boðið í kaffi og spjall við meðlimi kórsins að tónleikunum loknum. Miðaverð kr. 2500.

Fimmtudaginn 5. júlí kl. 12 leikur organisti Landakirkju í Vestmannaeyjum, Kitty Kovács, verk eftir Johann Sebastian Bach, Tournemire og hina undurfögru Vocalisu Rachmaninovs. Miðaverð kr. 2000.

Helgarorganisti vikunnar er hinn heimsþekkti Winfried Bönig aðalorganisti í Kölnardómkirkju, en það er ein eftirsóttasta organistastaða í heiminum. Laugardaginn 7. júlí kl. 12 leikur hann verk eftir Vierne, Herbert Howells ásamt Prelúdíu og fúgu í a-moll eftir Bach og Battagliu eftir Johann Caspar Kerll. Miðaverð kr. 2.000.

Á aðaltónleikum vikunnar, sunnudaginn 8. júlí kl. 17, leikur Winfried Bönig svo verk eftir Karg-Elert, Widor, Chaconne í d-moll eftir Bach og auk þess hið fræga Adagio eftir Samuel Barber. Miðaverð kr. 2.500.

Miðasala í Hallgrímskirkju opnar klukkutíma fyrir hverja tónleika en einnig má kaupa miða á midi.is.
  • Auglýsing

  • Tónlist

  • Viðburður

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls