5. júlí 2018
Biskup Íslands vígir sr. Kristján Björnsson
Á Skálholtsshátíð 22. júlí vígir frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sr. Kristján Björnsson, nýkjörinn vígslubiskup í Skálholti og setur hann í embætti við messu í Skálholtsdómkirkju. Messan hefst kl. 13.30 og er fólk hvatt til að koma tímanlega á staðinn. Prestar og biskupar ganga hempuklæddir og skrýddir úr skóla til kirkju með öðrum vígsluvottum og gestum og pílagrímar ljúka göngu sinni úr Strandarkirkju og ofan úr Borgarfirði með þessari kirkjugöngu. Eftir vígslumessuna, sem er opin öllum, býður biskup Íslands til kaffiveitinga í Skálholtsskóla. Vonast biskuparnir eftir góðri þáttöku kirkjunnar fólks á Íslandi og vonandi verður hátíðin það vel sótt að sjónvarpað verði yfir í skóla fyrir þau sem ekki komast inn í kirkjuna í sæti eða stæði.
Skálholtshátíð er haldin þessa helgi vegna Þorláksmessu á sumar. Hefst hún fimmtudaginn 19. júlí kl. 20 með tónleikum Metropolitan Flute Orchestra, sem er hluti af Sumartónleikum í Skálholti.
Föstudaginn 20. júlí kl. 12, á sjálfri Þorláksmessu á sumar, er útimessa við Þorlákssæti sem sr. Kristján Valur Ingólfsson stýrir. Hefst hún á tröppum Skálholtsdómkirkju með söng og klukknahringingu og er gengið þaðan yfir kirkjuhlaðið að sætinu.
Hátíðin heldur svo áfram með tónleikum laugardaginn 21. júlí kl. 16. Þar syngur Skálholtskórinn undir stjórn Jóns Bjarnasonar og er einsöngvari Benedikt Kristjánsson sem einnig stjórnar söng og kammersveit.
Sunnudaginn 22. júlí kl. 11 heldur Jón Bjarnason orgeltónleika í kirkjunni. Því fylgir léttur hádegisverður í Skálholtsskóla. Eftir vígslumessuna og kaffiveitingar verður aftur boðið til hátíðarsamkomu í Skálholtsdómkirkju með ávörpum, erindi, einsöng og hljóðfæraleik. Aðalerindið flytur Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri nefndar um aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands 1918.
Nýkjörinn Skálholtsbiskup hefur óskað eftir því að þau sem vilja samgleðjast á þessari hátíð með gjöfum og framlögum leggi allar gjafir í Verndarsjóð Skálholtsdómkirkju sem er með kt. 451016-1210 og banka 0152-15-380808 eða í Þorlákssjóð sem er með kt. 610172-0169 og banka 0151-05-060468. Verndarsjóðurinn kostar umfangsmiklar og kostnaðarsamar viðgerðir á gluggum Gerðar Helgadóttur sem standa núna yfir og Þorklákssjóði er ætlað að styðja við endurnýjun á skrúða og áhöldum dómkirkjunnar. Það skal tekið fram að öll þessi dagskrá er án aðgangseyris og gildir það einnig um Sumartónleikana í júlí sem nánar er sagt frá hér á síðunni.
Skálholtshátíð er haldin þessa helgi vegna Þorláksmessu á sumar. Hefst hún fimmtudaginn 19. júlí kl. 20 með tónleikum Metropolitan Flute Orchestra, sem er hluti af Sumartónleikum í Skálholti.
Föstudaginn 20. júlí kl. 12, á sjálfri Þorláksmessu á sumar, er útimessa við Þorlákssæti sem sr. Kristján Valur Ingólfsson stýrir. Hefst hún á tröppum Skálholtsdómkirkju með söng og klukknahringingu og er gengið þaðan yfir kirkjuhlaðið að sætinu.
Hátíðin heldur svo áfram með tónleikum laugardaginn 21. júlí kl. 16. Þar syngur Skálholtskórinn undir stjórn Jóns Bjarnasonar og er einsöngvari Benedikt Kristjánsson sem einnig stjórnar söng og kammersveit.
Sunnudaginn 22. júlí kl. 11 heldur Jón Bjarnason orgeltónleika í kirkjunni. Því fylgir léttur hádegisverður í Skálholtsskóla. Eftir vígslumessuna og kaffiveitingar verður aftur boðið til hátíðarsamkomu í Skálholtsdómkirkju með ávörpum, erindi, einsöng og hljóðfæraleik. Aðalerindið flytur Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri nefndar um aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands 1918.
Nýkjörinn Skálholtsbiskup hefur óskað eftir því að þau sem vilja samgleðjast á þessari hátíð með gjöfum og framlögum leggi allar gjafir í Verndarsjóð Skálholtsdómkirkju sem er með kt. 451016-1210 og banka 0152-15-380808 eða í Þorlákssjóð sem er með kt. 610172-0169 og banka 0151-05-060468. Verndarsjóðurinn kostar umfangsmiklar og kostnaðarsamar viðgerðir á gluggum Gerðar Helgadóttur sem standa núna yfir og Þorklákssjóði er ætlað að styðja við endurnýjun á skrúða og áhöldum dómkirkjunnar. Það skal tekið fram að öll þessi dagskrá er án aðgangseyris og gildir það einnig um Sumartónleikana í júlí sem nánar er sagt frá hér á síðunni.