8. september 2018
Árleg kórstjórasamvera
Árleg kórstjórasamvera verður á vegum Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar í Skálholti 7.- 8. september.
Megináhersla er lögð á vinnu með barnakórum og hafa stjórnendur barnakóra við kirkjur forgang um þátttöku, en samveran er opin öllum kórstjórum.
Leiðbeinandi verður Sanna Valvanne, sem kemur frá Finnlandi og hefur getið sér sérlega gott orð fyrir vinnu sína með börnum og unglingum. Sanna er alin upp í hinum þekkta finnska barnakór Tapiola kórnum og hefur síðan lagt fyrir sig kórstjórn og kóraþjálfun undir heitinu “Sing and Shine” og leggur áherslu á að tjá gleði og hamingju gegnum söng og hreyfingar.
Sanna var einnig gestur barnakóra við kirkjur í nóvember 2017 þar sem hún vann með 150 börnum glæsilega dagskrá þar sem dans og söngur og leikræn tjáning geislaði hjá þátttakendum.
Megináhersla er lögð á vinnu með barnakórum og hafa stjórnendur barnakóra við kirkjur forgang um þátttöku, en samveran er opin öllum kórstjórum.
Leiðbeinandi verður Sanna Valvanne, sem kemur frá Finnlandi og hefur getið sér sérlega gott orð fyrir vinnu sína með börnum og unglingum. Sanna er alin upp í hinum þekkta finnska barnakór Tapiola kórnum og hefur síðan lagt fyrir sig kórstjórn og kóraþjálfun undir heitinu “Sing and Shine” og leggur áherslu á að tjá gleði og hamingju gegnum söng og hreyfingar.
Sanna var einnig gestur barnakóra við kirkjur í nóvember 2017 þar sem hún vann með 150 börnum glæsilega dagskrá þar sem dans og söngur og leikræn tjáning geislaði hjá þátttakendum.