Biskup vígir tvo presta

11. október 2018

Biskup vígir tvo presta

Á sunnudaginn vígir biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir tvo guðfræðinga til prests í Dómkirkjunni.

Vígsluþegar eru Henning Emil Magnússon sem skipaður hefur verið prestur í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi og Hjalti Jón Sverrisson sem skipaður hefur verið prestur í Laugarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Vígsluvottar eru sr. Elínborg Sturludóttir, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sem jafnfram lýsir vígslu og sr. Vigfús Bjarni Albertsson.

Athöfnin fer fram sunnudaginn 14. október klukkan 11:00 og er öllum opin.
  • Biskup

  • Embætti

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls