Fermingarbörnum líður vel í guðsþjónustunni

17. október 2018

Fermingarbörnum líður vel í guðsþjónustunni

Síðastliðið vor var gerð könnun meðal foreldra fermingarbarna í söfnuðum Kjalarnessprófastsdæmis og þau spurð um ýmsa þætti er lúta að fermingarfræðslunni, helgihaldi, þátttöku í æskulýðsstarfi og trúarlegu uppeldi. Markmiðið var að leggja mat á árangurinn og hvað er vel gert eða má betur fara.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru fermingarstarfið nýtur trausts meðal foreldranna og þeir eru ánægðir með fermingarstarfið, þ.e. umgjörð starfsins, upplýsingaflæði, námsefnið og fermingarfræðara. Það á einnig við um viðburði í starfinu s.s. fermingarbarnaferðalagið í Vatnaskóg, söfnun fyrir vatnsbrunnum í hjálparstarfi og sameiginlega fermingarbarnahátíð sem voru haldnar í fyrsta skiptið á síðasta ári í prófastsdæminu. Að mati foreldra jókst áhugi barnanna á trúnni og þau voru áhugasöm um fræðsluna.

Þátttaka fermingarbarna í helgihaldinu er stór þáttur í fermingarstarfinu. Mikill meirihluti foreldra (72%) er sammála því að barnið sitt er ánægt með að sækja messur og helgihald. Einnig eru foreldrar jákvæð í garð helgihaldsins sem kemur fram í því að þeim líður vel í helgihaldinu, finnst prédikanirnar vera góðar og auðskiljanlegar og nær öllum finnst fermingarmessan vera falleg og hátíðleg stund. Þessi jákvæða niðurstaða kemur e.t.v. á óvart í ljós umræðunnar, þar sem helgihaldið er stundum gagnrýnt fyrir að vera þunglamalegt og gamaldags.

Niðurstöðurnar gefa til kynna að fermingabörnin eru misjafnlega undirbúin undir fermingarstarfið. Flest hafa sótt sunnudagaskóla og stór hópur hefur sótt kristilegar sumarbúðir. Heima fyrir hafa flestir foreldrar kennt börnum sínum bænir og rætt trúmálin og það sem fram fór í fræðslunni. Ákveðin hópur hlýtur hins vegar lítið trúarlegt uppeldi og takmörkuð umræða um trúmál er á heimilinu.

Mæður kenna frekar börnum sínum bænir og Biblíusögur og ræða við þau um trúmál en feður. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir bæði íslenskar og erlendar. Þær mæta einnig oftar með börnum sínum til helgihaldsins og eru þær jákvæðari í garð fermingarstarfsins og helgihaldsins. Í opnum svörum kom fram þakklæti og hrós til starfsfólksins fyrir vandað og gott starf. Einnig að starfið hefði farið fram úr væntingum og haft góð áhrif á alla fjölskylduna. Ábendingar komu fram um að gera starfið fjölbreyttara og hafa almennari fræðslu byggða á siðfræði og lífsleikni.

Ánægja foreldra og það traust sem þeir bera til fermingarstarfsins staðfestir að starfsfólk safnaðanna leggur áherslu á gott starf og fagleg vinnubrögð. Fermingarstarfið er lykilþáttur í starfi kirkjunnar og mikilvægt að vinna með markvissum hætti að hlúa vel að því, efla og styrkja.

Könnunin var vefkönnun og spurningarlistinn var sendur út með tölvupósti í gegnum presta safnaðanna. Samtals fermdust 765 börn í söfnuðum Kjalarnessprófastsdæmis og voru 1.185 foreldra sem feng bréf um könnunina. Alls svöruðu 506, sem er 43% svörun, þar af voru mæður 77% og ferðu 23% og jafn hlutfall var á milli foreldra stúlkna og pilta.

Könnunin er hluti af sístæðu verkefni safnaðanna í prófastsdæminu um að efla samstarfið með fjölskyldum fermingarbarnanna og móta en frekar farvegi til farsældar.

Skýrsla með niðurstöðum könnunarinnar má finna hér: Könnun meðal foreldra fermingarbarna í söfnuðum Kjalarnessprófastsdæmi, 2018.

Greinin birtist upprunalega á heimasíðu Kjalarnessprófastsdæmis.

  • Æskulýðsmál

  • Fræðsla

  • Fræðsla

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls