Fermingarbörn safna fyrir vatni og valdeflingu

31. október 2018

Fermingarbörn safna fyrir vatni og valdeflingu

Um tvö þúsund börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar um land allt ganga þessa dagana í hús í hverfinu sínu með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar og safna fyrir verkefnum stofnunarinnar í Úganda og Eþíópíu.

Í október komu til landsins ungmenni frá verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda og veittu fleiri en fjörutíu fræðsluerindi um verkefnin í fermingarfræðslu og í félagsfræðiáföngum í framhaldsskólum.

Fjáröflun með aðstoð barna í fermingarfræðslu nú er sú tuttugasta í röðinni en í fyrra lögðu fermingarbörnin sitt af mörkum með því að safna yfir átta milljónum króna.

Hjálparstarf kirkjunnar biður landsmenn að taka vel á móti börnunum þegar þau banka upp á með bauk í hönd. Börnin ganga tvö til þrjú saman og baukurinn sem þau eru með er merktur Hjálparstarfi kirkjunnar, númeraður og með innsigli.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Kristín Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, kristin@help.is, sími 5284406.
  • Æskulýðsmál

  • Söfnun

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls