Ritröð Guðfræðistofnunar nú aðgengileg öllum

15. janúar 2019

Ritröð Guðfræðistofnunar nú aðgengileg öllum

Öll tölublöð Ritraðar Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands eru nú aðgengileg lesendum í opnu og stafrænu formi. Ritröðin hefur verið gefin út í opinni vefútgáfu frá 2014 og nú hafa öll eldri prentuð tölublöð ritraðarinnar verið gerð lesendum aðgengileg á stafrænu safni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, timarit.is. Fyrir vikið er ritið ekki lengur aðeins aðgengilegt tiltölulega fámennum áskrifendahópi heldur öllum sem vilja og geta nálgast það í rafrænu formi.

Annað tölublað ársins 2018 var nýverið gefið út og það má nálgast á vefsvæði ritraðarinnar. Efni þessa heftis er fjölbreytt og höfundar bæði úr hópi kennara í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild og fræðimanna sem fjalla um viðfangsefni sem tengjast guðfræðinni á einn eða annan hátt frá sjónarhorni sinna fræðigreina.

Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor hefur tekið við ritstjórn Ritraðarinnar af Rúnari Má Þorsteinssyni prófessor sem gegn hefur ritstjórastöðunni síðustu fjögur ár.

Nánar má lesa um nýjustu útgáfu ritraðarinnar á vef Háskóla Íslands.

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls