Mikilvægi þess að hittast

15. febrúar 2019

Mikilvægi þess að hittast

Prófastar kalla gjarnan presta og djákna saman til að fund og fara yfir stöðu mála.
Fyrir nokkru hélt prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, fund með prestum sínum. Komið var saman í Grensáskirkju. Fundur hófst með morgunmessu þar sem séra Ingólfur Hartvigsson, sjúkrahúsprestur á Landspítala flutti hugvekju og þjónaði fyrir altari ásamt prófasti. Að messu lokinni var snæddur morgunverður og síðan flutti dr. María Ágústsdóttir, prestur í Grensáskirkju, kynningu á doktorsritgerð sinni og yfirskrift erindis hennar var: Samkirkjulega sinnuð - og sæl í eigin trú - um sjálfsmynd og tengsl í samkirkjulegri iðkun. Góðar umræður spunnust um efnið.
Fundir sem þessir eru mikilvægir. Í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra eru prestar flestir og innan vébanda þess er að finna sérþjónustu kirkjunnar. Það hefur góð og starfseflandi áhrif á hópinn að hittast, fræðast og ræða saman um málefni líðandi stundar.
Prófastur fundar reglulega með prestum og djáknum og fer yfir starfið. Í sumum tilvikum kemur utanaðkomandi fólk og flytur erindi sem koma prestum og djáknum að góðum notum. Allt hefur þetta jákvæð og uppbyggileg áhrif á starfið í prófastsdæminu.
Um þessar mundir er biskup Íslands í vísitasíuferð um prófastsdæmið og gengur hún vel að sögn prófasts.


  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls