Sálmar og jazz í Tálknafjarðarkirkju

26. febrúar 2019

Sálmar og jazz í Tálknafjarðarkirkju

Sunnudaginn 24. febrúar sameinuðust kirkjukórar Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals í söng á nýjum og eldri sálmum undir stjórn Mayu Worthmann og Marte Strandbakken. Með þeim lék jazztríó skipað Þór Breiðfjörð söngvara, Jóni Rafnssyni, á bassa og Vigni Þór Stefánssyni á píanó. Einar Bragi Bragason,skólastjóri Tónlistarskólans á Patreksfirði, skreytti flutninginn með saxófón- og flautublæstri.

Þetta verkefni var í umsjá söngmálastjóra og Kristjáns Arasonar, sóknarprests, með stuðningi frá 5 alda nefnd Lútersársins, Héraðssjóði prófastdæmisins og sveitarfélaganna.

Dagskráin var undirbúin með góðum fyrirvara og síðan var æfingardagur á laugardag og tónleikadagskráin á sunnudag. Áheyrendur gerðu mjög góðan róm að dagskránni og var sérlega ánægjulegt að vinna með þessu góða og áhugasama kirkjufólki.

Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri.
  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls