Prest vantar í afleysingar í Laugalandsprestakall

8. mars 2019

Prest vantar í afleysingar í Laugalandsprestakall

Biskup Íslands auglýsir eftir presti til að sinna sóknarprestsþjónustu í Laugalandsprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi og héraðsprestsskyldum í prófastsdæminu.

Laugalandsprestakall er myndað af Grundar-, Hóla-, Kaupangs-, Munkaþverár-, Möðruvalla- og Saurbæjarsóknum. Íbúar prestakallsins eru rúmlega 1.000 talsins.

Prestsembættinu fylgja héraðsprestsskyldur allt að 50%, einkum við Akureyrarprestakall og afleysing í leyfum sóknarprests Laufásprestakalls. Prófastur ákvarðar að öðru leyti tilhögun héraðsprestsskyldna embættisins í samræmi við starfsreglur þar að lútandi. Æskilegt er að umsækjandi geti starfað óslitið sumarið 2019 vegna framangreindrar afleysingaskyld.

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti miðvikudaginn 20. mars 2019.

Lesið nánar um stöðuna hér.

 

 

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls