Þrjú prestsembætti laus til umsóknar

6. apríl 2019

Þrjú prestsembætti laus til umsóknar

Biskup Íslands auglýsir eftir prestum til að sinna afleysingaþjónustu, með tímabundinni setningu í embætti sóknarprests og presta, sem hér greinir:

1. Prestsembætti í Tjarnaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, frá 1. september 2019 – 31. maí 2020.

2. Sóknarprestsembætti í Þingeyraklaustursprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, frá
1. september 2019 – 31. maí 2020.

3. Prestsembætti í Dalvíkurprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi frá 1. október 2019 – 31. mars 2020.


Þeir sem settir verða ábyrgjast sjálfir öflun íbúðarhúsnæðis og kostnað vegna þess- svo og vegna flutninga.

• Tjarnaprestakall er myndað af Ástjarna- og Kálfatjarnarsóknum. Íbúar prestakallsins eru um 10.000 talsins.
• Þingeyraklaustursprestakall er myndað af Auðkúlu-, Blönduós-, Svínavatns-, Undirfells- og Þingeyrarsóknum. Íbúar prestakallsins eru um 1.100 talsins.
• Dalvíkurprestakall er myndað af Dalvíkur-, Miðgarða-, Möðruvallaklausturs-, Hríseyjar- og Stærra Árskógssóknum. Íbúar prestakallsins eru um 1.600 talsins.
• Umsækjendur geri skriflega grein fyrir persónulegum upplýsingum, menntun, starfsferli, samskiptahæfileikum og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram.
• Umsækjendum ber að fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að sakaskrá viðkomandi umsækjanda. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Eyðublaðið er að finna á vef kirkjunnar: https://kirkjan.is/library/Images/Frettamyndir/Skjol-vegna-fretta/samthykki-fyrir-oflun-upplysinga-ur-sakaskra.pdf
• Um laun og önnur kjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs.ja inn
• Nánari upplýsingar um Tjarnaprestakall eru veittar hjá sr. Halldóru Þorvarðardóttur, settum prófasti Kjalarnesprófastsdæmis, s. 487 6585, um Þingeyrarklaustursprestakall hjá sr. Döllu Þórðardóttur, prófasti, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, s.453 8276 og um Dalvíkurprestakall hjá sr. Jóni Ármanni Gíslasyni, prófasti Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis s. 866 2253 og um öll prestaköllin á Biskupsstofu, s. 528 4000.
• Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þriðjudaginn 23. apríl 2019.
• Sækja ber um rafrænt á vef kirkjunnar: www.kirkjan.is undir laus störf.
• Áskilinn er réttur til að leita samráðs við hlutaðeigandi prófasta, presta og formenn sóknarnefnda við val til ofangreindra afleysinga. Komi til þess verður þessum aðilum veittur rafrænn skoðunaraðgangur að umsóknargögnum í því skyni.


  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls