Passíusálmar Hallgríms Péturssonar

17. apríl 2019

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar

Svoddan ljós mætti fleirum lýsa


Föstudaginn langa 19. apríl n.k. munu sjö leikkonur flytja Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju.

Yfirskrift flutningsins að þessu sinni er „Svoddan ljós mætti fleirum lýsa“ og er tilvitnun í hvatningu sem Hallgrímur fékk frá skáldbróður sínum til þess að hefja útbreiðslu á verki sínu. Vorið 1660 sendi Hallgrímur frá sér fyrstu þrjú handritin til þriggja valinna kvenna sem hann treysti til þess að kynna sálmana fyrir öðrum, verja þá fyrir gagnrýni og sjá til þess að þeim yrði ekki „undir bekk varpað“ eins og hann orðaði það. Konurnar voru Ragnhildur Árnadóttir í Kaldaðarnesi, Kristín Jónsdóttir í Einarsnesi og Helga Árnadóttir í Hítardal, allar innbyrðis tengdar og í áhrifastöðu á sínum tíma. Vorið 1661 fékk Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti fjórða handritið ritað eigin hendi skáldsins, sem er það eina sem varðveist hefur til okkar daga.

Handritin sem þessar samtímakonur Hallgríms fengu frá höfundinum gegndu lykilhlutverki fyrstu árin og aldirnar sem Passíusálmarnir voru að vinna sér sinn einstæða sess í sál þjóðarinnar. Það er til þess að heiðra minningu kvennanna í innsta hring skáldsins sem leikkonurnar sjö sameinast um flutning á verkinu nú. Þær eru: Edda Þórarinsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir sem jafnframt er umsjónarmaður verkefnisins. Tónlistin verður í höndum Björns Steinars Sólbergssonar, organista Hallgrímskirkju. Flutningurinn hefst klukkan 13.00 og lýkur upp úr klukkan 18 á föstudaginn langa.

Myndir með frétt

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls