Sumarvaka

23. apríl 2019

Sumarvaka

Það er fallegur siður í safnaðarstarfinu í Heydalakirkju að minnast sr. Einars Sigurðssonar, prests og sálmaskálds, með hátíð á sumardaginn fyrsta. Hann var prestur í Heydölum 1590-1627. Heimafólki í Breiðdal er gjarnt að miða dánarár sr. Einars við 1627, en ekki 1626 eins og oftast er talið, til þess að renna stoðum undir sannleiksgildi frásagnar af framgöngu sr. Einars gegn ráni Tyrkjanna í Breiðdal í júlíbyrjun árið 1627. Sagan segir að prestur hafi safnað Breiðdælingum í kirkjuna. Þá lagðist yfir staðinn svo svört þoka að Tyrkir villtust og heitir enn Tyrkjalá í barði neðan við kirkjuna, þar sem talið er að Tyrkirnir hafi reynt að grafa sér leið í átt að kirkjunni í þokunni. Breiðdælingar björguðust allir undan Tyrkjum og er Guði þökkuð björgunin fyrir bænarhita og framgöngu sr. Einars. En hans er fyrst og fremst minnst fyrir sálmakveðskapinn, er á meðal helstu sálmaskálda kirkjusögunnar og lagði drjúgt að mörkum svo lúterska siðbreytingin festi rætur á Íslandi, átti m.a. helming allra kvæða í Vísnabók sr. Guðbrands, biskups á Hólum. Bókin náði mikilli útbreiðslu á meðal alþýðufólks og var algengasta bókin á heimilum landsmanna ásamt Biblíunni árum saman. Eftir engan Íslending er til meira af kveðskap en sr. Einar og þekktastur er hann fyrir sálminn Nóttin var sú ágæt ein. Þá er hans einnig minnst fyrir kynsæld sína og talið að allir Íslendingar geti rakið ættir sínar til sr. Einars, enda koma margir við á hverju ári í Heydölum og heiðra minningu ættföður síns í kirkjunni og við minnisvarðann við hlið hennar. Breiðdælingar stefna á að byggja menningarhús við hlið kirkjunnar sem vitni um ævi og störf sr. Einars og framlag hans til íslenskrar menningar.

Og það gerum við einnig með formlegri hátíð á sumardaginn fyrsta í Heydalakirkju. Nú mun sr. Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands, heimsækja okkur og  flytja hugleiðingu, fyrrum fermingarbörn í Heydalakirkju lesa úr sálmum skáldsins og kirkjukórinn syngja undir stjórn Guðnýjar Valborgar Guðmundsdóttur. Eftir hátíð í kirkjunni verður boðið í kirkjukaffi í Staðarborg. Þetta hafa alltaf verið gefandi stundir og minna okkur á hve sporin í kirkjunni eru djúp og gefa lífinu gildi.

Kær kveðja, Gunnlaugur í Heydölum

 

Tilkynning:

 

Sumarvaka

Í Heydalakirkju kl. 14.00 á sumardaginn fyrsta í minningu sr. Einars Sigurðssonar prests og sálmaskálds. Sr. Agnes M Sigurðardóttir, Biskup Íslands, flytur hugleiðingu, fyrrum fermingarbörn í Heydalakirkju lesa úr ljóðum sr. Einars og kirkjukórinn syngur undir stjórn Guðnýjar Valborgar Guðmundsdóttur

Kirkjukaffi í Staðarborg

Verum hjartanlega velkomin

 

  • Auglýsing

  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls