Samstarf kirkju og lögreglu - og persónuverndarmál

24. apríl 2019

Samstarf kirkju og lögreglu - og persónuverndarmál

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra var haldinn í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Reykjavík í dag.

Tvö mál voru á dagskrá

Samstarf kirkjunnar og lögreglunnar. Um það mál fjölluðu þeir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, og Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi.

Röktu þeir aðstæður þar sem kemur til samvinnu milli lögreglu og presta. Er það einkum þá tilkynna þarf andlát sem borið hefur að t.d. vegna slysfara. Einnig samstarf lögreglu og presta þá andlát ber að í heimahúsum og þá með voveiflegum hætti, t.d. sjálfsvíg. Lögðu þeir þunga áherslu á aðkomu presta í þeim málum sem væri mjög mikilvæg. Nefndu þeir sem dæmi um viðkvæm mál sem fyrst þarf að fá samþykki fyrir eins og krufningarleyfi frá aðstandendum. Þó nokkrar umræður spunnust um málið og var fólk á því að samvinna þessi hefði verið með ágætum og hana þyrfti að rækta enn frekar eftir aðstæðum hverju sinni.

Hitt mál fundarins var hin nýja persónuverndarlöggjöf sem gekk í gildi 15. júlí á síðasta ári. Framsögu um málið hafði Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem, persónuverndarfulltrúi á Biskupsstofu.

Þó nokkur umræða hefur verið meðal presta um þessa nýju löggjöf og þá einkum er snertir myndbirtingar t.d. af fermingarbörnum. Brynja Dögg fór rækilega yfir málið og skýrði meginþætti þess. Margar spurningar voru lagðar fram og ýmis mál er tengjast heimasíðum kirkna og Facebókar-síðum rædd.

Ljóst er að tíminn mun skera úr um hver verður framkvæmd á þessari nýju löggjöf sem augljóslega mun hafa áhrif á ýmislegt í starfi safnaða hvað snertir myndbirtingar frá ýmsum kirkjulegum athöfnum.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur, stýrði fundi.

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls