Nýr prestur á Dalvík

16. maí 2019

Nýr prestur á Dalvík

Jónína Ólafsdóttir

Jónína Ólafsdóttir guðfræðingur hefur verið settur prestur í Dalvíkurprestakalli næsta vetur, frá 1. október til 31. mars 2020.

Jónína er fædd á Egilsstöðum 1984 og ólst upp í Þingeyjarsýslu frá fimm ára aldri. Hún lauk BA-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 2008 og Mag. theol. 2017, diplómaprófi í sálgæslu 2019 og vinnur nú að lokaritgerð til MA-prófs í guðfræði á sviði kristinnar hjónabandssiðfræði.

Jónína hefur starfað sem aðstoðarmaður dr. Arnfríðar Guðmundsdóttur, prófessors. Þá hefur hún fengist við margvísleg störf í söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tólf ár. Í fyrra var hún kjörin fulltrúi leikmanna á kirkjuþing fyrir Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, 1. kjördæmi leikra, og mun láta af þeim störfum þegar hún kemst í tölu vígðra þjóna.

Eiginmaður Jónínu er Eggert Þ. Þórarinsson, forstöðumaður í Seðlabanka Íslands, og eiga þau tvö börn.

Dalvíkurprestakall er myndað af Dalvíkur-, Miðgarða-, Möðruvallaklausturs-, Hríseyjar- og Stærra Árskógssóknum. Íbúar prestakallsins eru um 1.600 talsins.

Auk Jónínu sóttu um afleysingarþjónustuna á Dalvík þeir Mag. theol. Ingimar Helgason og Mag. theol. Sindri Geir Óskarsson.

  • Embætti

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls