Söfnuður heimsækir söfnuð

20. maí 2019

Söfnuður heimsækir söfnuð

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Það var glaðbeittur hópur sem gekk til Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd sunnudaginn 19. maí. Veður var milt og bjart, íslenski fáninn blakti við hún.

Sóknarfólk úr Útskála- og Hvalsnessóknum var komið í heimsókn ásamt sóknarprestinum sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni og æskulýðsfulltrúanum Birki Bjarnasyni. Þetta var jafnframt uppskeruhátíðarferðalag æskulýðsstarfsins hjá þeim og því var fjöldi barna með í för, alls um 60 börn frá sex ára aldri og upp úr. Nokkrir foreldra voru með í ferðinni.

Æskulýðsstarf í Útskála- og Hvalsnessóknum er mjög öflugt og til fyrirmyndar.

Að sögn sr. Sigurðar Grétars hefur sú venja skapast að fara með börn og unglinga í æskulýðsstarfinu í Saurbæ og Vatnaskóg.

Guðsþjónustan hófst kl. 11.00 og sýndu börnin leikþátt um Sakkeus og stóðu sig með miklum sóma. Sr. Sigurður Grétar lagði út af þeirri frásögn og útskýrði sömuleiðis með lifandi hætti fyrir viðstöddum hina fallegu altaristöflu Saurbæjarkirkju. Einnig ræddi hann um tengsl Saurbæjar og Hvalsness en á báðum stöðunum var sr. Hallgrímur Pétursson prestur.

Að lokinni guðsþjónustu var boðið til pizzuveislu í Vatnaskógi þar sem tekið var vel á móti hópnum.

Um þessar mundir lýkur víða starfi í æskulýðsfélögum kirknanna. Haldnar hafa verið uppskeruhátíðir þar sem vel er í lagt eins og með grillveislum og hoppukastala.

Æskulýðsstarf kirknanna er einn mikilvægasti þátturinn í kirkjustarfinu og víðast hvar er lögð mikil rækt við hann. Enda er þarna um framtíðarsöfnuðinn að ræða.

 

  • Æskulýðsmál

  • Barnastarf

  • Frétt

  • Messa

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls