Kvenfélagið er bakhjarl

26. maí 2019

Kvenfélagið er bakhjarl

Vorhátíð Langholtskirkju

Í dag fór fram vorhátíð Langholtssafnaðar. Hún hófst á guðsþjónustu sem sóknarpresturinn sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir hafði um hönd. Fögur tónlist frá Graduale Nobili undir stjórn Þorvalds Arnar Davíðssonar ómaði um kirkjuna og organisti var Magnús Ragnarsson.

Í Langholtssöfnuði er starfandi öflugt kvenfélag sem fagnaði 65 ára afmæli á þessu ári. Félagið hélt sinn árlega vormarkað eftir guðsþjónustuna í dag í safnaðarheimili kirkjunnar. Allur ágóði af markaðnum mun renna til Langholtskirkju og góðgerðarmála.

Á vormarkaði kvenfélagsins var margt í boði. Útsaumsverk, dúkar, stórir sem smáir, handþurrkur og prjónles svo eitthvað sé nefnt. Auk þess höfðu konurnar komið upp myndarlegum nytjamarkaði þar sem kenndi margra grasa. Hægt var kaupa kaffi og meðlæti. Á lóð kirkjunnar hafði verið komið fyrir litlum hoppukastala og öðrum leiktækjum fyrir börnin.

Kvenfélag Langholtssóknar stendur fyrir margvíslegri starfsemi í söfnuðinum árið um kring. Þar má til dæmis nefna skokkhóp, leshóp, gönguhóp og matgæðingahóp. Einnig hefur það tekið að sér sérstök verkefni utan safnaðar. Félagið heldur fundi einu sinni í mánuði. Formaður er Anna Birgis.

Söfnuðurinn er svo sannarlega heppinn að eiga svona góðan bakhjarl þar sem kvenfélagið er. Áratuga starf félagsins hefur verið farsælt og lagt drjúgt mikið til kirkjunnar og safnaðarlífsins.

Margar kirkjur státa af öflugum kvenfélögum enda þótt þau hafi átt undir högg að sækja síðustu áratugina. Einnig eru sums staðar starfandi Bræðrafélög.

  • Frétt

  • Messa

  • Viðburður

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls