„...þeir þekkja raust hans.“

14. júní 2019

„...þeir þekkja raust hans.“

Mynd - The Lutheran World Federation

Íslenska þjóðkirkjan gerðist aðili að Lútherska heimssambandinu við stofnun þess árið 1947 í Lundi í Svíþjóð. Markmið þessara samtaka er að lútherskar kirkjur um allan heim taki höndum saman og vinni að ýmsum málum er snerta samfélag, trú og samvinnu þjóða. Lögð er áhersla á samkirkjulega þætti, guðfræði, mannréttindi, hjálparstarf og samtal milli trúarbragða.

Starfsemi sambandsins er mjög viðamikil og er meðal annars margvíslegt hjálparstarf rekið á vegum þess víða um heim.

Lútherska heimssambandið hefur innan sinna vébanda 148 kirkjur frá tæplega eitthundrað löndum sem telja samanlagt hátt í 80 milljónir manna. Fjölmennasta lútherska kirkjan í sambandinu er hin eþíópíska, með rúma átta milljónir meðlima.

Árlegur stjórnarfundur Lútherska sambandsins stendur nú yfir í Genf í Sviss en hann hófst í gær og honum lýkur hinn 18. júní. Stjórnin sér um rekstur heimssambandsins milli heimsþinga þess. Yfirskrift stjórnarfundarins að þessu sinni er: „...því að þeir þekkja raust hans.“ (Jóhannesarguðspjall 10.4). Í stjórninni, sem heimsþing sambandsins kýs hverju sinni, sitja 48 fulltrúar kirknanna í LH og fulltrúi Íslands er sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir. Til viðbótar eru skipaðir ráðgjafar í hverja nefnd, til að styðja við starfið með innsýn sinni og þekkingu. Magnea Sverrisdóttir, djákni, er skipuð ráðgjafi í fjárlaganefnd stjórnarinnar. Þetta þýðir að þjóðkirkjan á tvo fulltrúa sem koma að starfi stjórnar Lh, annars vegar fulltrúa í stjórninni, hins vegar ráðgjafa sem er kölluð til að styðja fjárhagsnefndina.

Á dagskrá fundarins eru almenn fundarstörf og auk þess verður rætt um stefnu Lútherska heimssambandsins. Þá eru ýmsir fyrirlestrar fluttir.

Nánar má sjá um Lútherska heimssambandið hér: lutheranworld.org

  • Alþjóðastarf

  • Frétt

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Samfélag

  • Hjálparstarf

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls