Hamingjudagar á Hólmavík

8. júlí 2019

Hamingjudagar á Hólmavík

Hamingjudagar

Hamingjudagar á Hólmavík voru fyrst haldnir árið 2005 og hafa þeir verið árviss viðburður æ síðan.

Árið 2011 var Hamingjusamþykkt Strandabyggðar samþykkt samhljóða af sveitarstjórn á hátíðarfundi á Klifstúni en þar segir m.a.:

Ræktum hamingjuna innra með okkur og stuðlum að aukinni gleði og lífsfyllingu hjá okkar nánustu, vinum og samferðamönnum, með orðum okkar og gjörðum. Munum að bros í amstri hversdagsins getur gert kraftaverk, það getur dimmu í dagsljós breytt. Hið sama gildir um hrós og þakklæti fyrir það sem vel er gert. Jákvæð og uppbyggileg hvatning til góðra verka er varða sem vísar veginn í átt að betra samfélagi.

Virk þátttaka hvers einstaklings í samfélaginu er keppikefli og miklu skiptir að jákvæðni, virðing og samkennd einkenni mannlíf á Ströndum. Íhugum öll, hvert og eitt okkar, með hvaða hætti við getum lagt okkar af mörkum.

Fastur liður í dagskrá Hamingjudaga er léttmessa.

Seinni árin hefur hún verið haldin úti í gamla kirkjugarðinum í Tröllatungu en kirkjan þar var lögð af árið 1909.

Núverandi ábúendur, hjónin Sigríður Drífa Þórólfsdóttr og Birkir Stefánsson hafa haldið garðinum einstaklega vel við og taka alltaf vel á móti gestum.

Svo skemmtilega vildi til að í ár voru nákvæmlega 12 ár síðan Árný Helga, heimasætan á bænum, var skírð úti í garðinum og lék hún forspil á þverflautu í messunni.

Þrátt fyrir að kalt væri í veðri var prýðileg mæting og allir fóru glaðir heim með yl í líkama og sál eftir að hafa þegið kaffiveitingar og átt góða samverustund eftir messuna.

  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls