Sr. Ingþór Indriðason, pastor emeritus, kvaddur

10. júlí 2019

Sr. Ingþór Indriðason, pastor emeritus, kvaddur

Sr. Ingþór Indriðason

Sr. Ingþór Indriðason Ísfeld fæddist á Akureyri 26. september 1935 og lést 8. júlí í Winnipeg. Foreldrar hans voru þau Indriði Ísfeld, bifreiðastjóri og iðnverkamaður, og Bjarnheiður Ingþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Eiginkona sr. Ingþórs er Guðmunda Gunnur Guðmundsdóttir, ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu. Eignuðust þau fjögur börn: Þóru Gunnu, Stefán, Heiðu Björgu og Hörpu Kolbrúnu. 

Sr. Ingþór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1959.

Sr. Ingþór var vígður 22. júní 1959. Hann var fyrsti guðfræðingurinn sem sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, vígði.

Það var Herðubreiðarsöfnuður í Langruth í Manitoba í Kanada sem fyrst fékk að njóta þjónustu sr. Ingþórs og síðar lútherskur söfnuður Íslendinga í Vancouver í Britsh Columbia. Hann var ráðinn farprestur þjóðkirkjunnar 1965 og jafnframt settur til að þjóna Ólafsfjarðarprestakalli, og síðar Hveragerðisprestakalli um tíma. Hann fór aftur utan til Kanada og þá til þjónustu við Gimlisöfnuð í Manitoba og síðar við lútherskan söfnuð í Winnipeg. Hann fékkst við kennslustörf í prestaköllum sem hann þjónaði og þá vann hann við fasteignasölu í Winnipeg í rúman áratug.

Sr. Ingþór var einn af stofnendum KFUM á Akureyri og sat í stjórn samtakanna sem og í stjórn Kristilegra skólasamtaka, Kristilegs stúdentafélags og um skeið í stjórn Hins íslenska Biblíufélags. Hann var kallaður til stjórnarstarfa í mörgum nefndum og stjórnum á vettvangi kirkjumála í Kanada.

Sr. Ingþór var ljúfur maður í allri viðkynningu, traustur og trúr í hverju verki sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var vel ritfær maður og sat í ritstjórnum tímarita, þýddi bækur og frá hendi hans kom t.d. lítið kver og læsilegt: Biblían og nútíminn, árið 1970.

Sr. Ingþór Indriðason er kvaddur með virðingu og þökk. Guð blessi minningu hans.


  • Frétt

  • Samfélag

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls