Nú er tími sumarbúðanna

15. júlí 2019

Nú er tími sumarbúðanna

Brennó er sívinsæll leikur í sumarbúðum barnaÁ Eiðum hafa verið reknar kirkjulegar sumarbúðir fyrir börn frá árinu 1968. Þær hafa verið vel sóttar og notið vinsælda.

Sr. Erla Björk Jónsdóttir, héraðsprestur á Austurlandi, segir að þátttaka hafi nú í sumar verið mjög góð í öllum flokkum. Þeir hafi nær allir verið uppbókaðir.

„Mikil gleði ríkti bæði hjá börnum og starfsfólki enda var veðurblíðan einstök yfir tímabilið“, segir sr. Erla Björk. „ Ævintýrin útivið voru afar mörg og og fræðslustundirnar nærandi og skemmtilegar.“

Þema sumarbúðanna í ár snéri að því hversu þýðingarmikil og dýrmæt við erum sem sköpun Guðs, mikilvægi okkar og alls þess sem hann hefur skapað.

„Sumarbúðabörnin nutu nálægðar við náttúruna og Eiðavatn, léku sér saman, busluðu í vatninu og veiddu. Vinsælast var þó eins og undanfarin ár að komast út á báta og kajaka,“ segir sr. Erla Björk og bætir við að ævintýrin í starfi elsta flokksins hafi náð hápunkti þegar siglt var út í Fjaðurey kvöld eitt og haldin þar kvöldvaka við varðeld. Þar voru grillaðir sykurpúðar, sungið og nesti borðað. Annað kvöld var svo siglt út að kletti einum þar sem krakkarnir fengu að stökkva fram af og út í vatnið við mikinn fögnuð.

Sr. Erla Björg segir að „AHA“- fermingarfræðsluefnið hafi verið notað í fræðslustundum Ævintýraflokksins og hafi það gengið afar vel. Efnið hafi þótt vera skemmtilegt og fjölbreytilegt innlegg inn í starf sumarbúðanna fyrir þann aldurshóp.

„Sumarbúðirnar við Eiðavatn eru sívinsæll vettvangur í starfi kirkjunnar á Austurlandi,“ segir sr. Erla Björk „og koma krakkar allsstaðar þaðan af og frá fleiri stöðum á landinu. Þar skapast ævarandi minningar og eignast börnin sameiginlega sögu í kærleika og leik.“

Sr. Erla Björk telur það vera ákaflega dýrmætt að Þjóðkirkjan standi að og styðji við þennan vettvang til framtíðar. „Erindi fagnaðarerindisins fær þar leikandi vettvang til styrkrar sjálfsmyndar og framtíðarsýnar undir ljósi Guðs,“ segir sr. Erla Björk að lokum.

  • Barnastarf

  • Forvarnir

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Samfélag

  • Fræðsla

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls