Kirkjan í almannarýminu

14. ágúst 2019

Kirkjan í almannarýminu

Fiskidagurinn mikli á Dalvík - sr. Magnús G. Gunnarsson ávarpar hátíðargesti

Tvær miklar hátíðir eru yfirstaðnar fyrir nokkru. Fiskidagurinn mikli á Dalvík og þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Heppnuðust báðar vel og þúsundir sóttu þær.

Kirkjan.is tók eftir því að á báðum þessum hátíðum ávörpuðu prestar hátíðargesti. Þeir eru þar fulltrúar kirkjunnar í almannarýminu, ef svo má segja.

Kirkjan.is hafði samband við sr. Magnús Gamalíel Gunnarsson, sóknarprest á Dalvík. Segir hann að sú venja hafi komist á frá upphafi Fiskidagsins mikla að prestur flytji ávarp þegar hátíðin gengur í garð. Þá hafi einnig skapast sú venja að efna til guðsþjónustu á föstudeginum í Dalvíkurkirkju. Sú guðsþjónusta hefur verið með léttu yfirbragði. Síðan er vináttukeðjan fræga bundin í kirkjubrekkunni. Nú í ár flutti Kristján Þór Júlíusson, ráðherra og fyrrum bæjarstjóri á Dalvík, ræðu í kirkjunni. Tónlistin var í umsjón þeirra Regínu Óskar og Svenna Þórs. Fullt var út úr dyrum í kirkjunni um kvöldið.

Þannig á kirkjan ákveðinn sess í hugum gesta og heimamanna og þykir sjálfsagt að hún komið við sögu með einum eða öðrum hætti.

Hér fylgir með mynd af sr. Magnúsi þar sem hann ávarpar gestina frá sviðinu. Umgjörðin er mjög „veraldleg“ eins og sjá má, appelsínauglýsingar til beggja handa, hljóðkerfi og trommusett í baksýn, net sem minna á að sjórinn er byggðinni mikilvægur. Og þarna fyrir miðju er presturinn, sr. Magnús, að flytja fólkinu einhvern góðan boðskap. Myndin segir að kirkjan eigi alls staðar erindi.

Þjóðhátíð hefur verið haldin í Vestamannaeyjum frá árinu 1874. Sr. Viðar Stefánsson, prestur í Eyjum, sagði tíðindamanni kirkjan.is, að prestarnir þar hefðu tekið þátt í þjóðhátíðinni allt frá upphafi með ýmsum hætti. „Hluti af setningarathöfn þjóðhátíðarinnar felst í því að kór Landakirkju syngur, presturinn flytur hugleiðingu og leiðir bænastund“, segir sr. Viðar. Umgjörð hátíðarinnar er almannarýmið í Herjólfsdal.

Á síðustu hátíð voru á þriðja þúsund gesta viðstaddir helgistundina í Herjólfsdal og óhætt að segja að þetta sé með fjölmennari helgistundum hér á landi.

„Það er magnað að heyra svo marga fara með Faðirvorið eins og í þessari helgistund,“ segir sr. Viðar að lokum.

Sjálfa sr. Viðars sem hér fylgir með var tekin í upphafi helgistundarinnar og sýnir á vissan hátt nútímaleg tengsl prests og safnaðar í almannarými.

Almannarýmið er semsé kirkjunni opið og talið gott og jákvætt að hún stigi þar fram. 

„Eru ekki allir með?“ Sr. Viðar Stefánsson tekur sjálfu á þjóðhátíð í Eyjum


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls