Fagnað með fagnendum...

18. ágúst 2019

Fagnað með fagnendum...

Gleðin við völd

Regnbogafáninn hefur blakt við hún undanfarna daga í Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum. Fáni fjölbreytninnar og samstöðu, fáni mannréttinda. 

Hann hefur verið dreginn að húni á hverjum degi í þessari viku við Hallgrímskirkju. Og dagurinn í gær var engin undantekning enda hápunktur gleðidaganna runninn upp. Gleðigangan hélt af stað frá kirkjunni í gær og sól skein í heiði. Fjörleg og skrautleg ganga eins og mannlífið sjálft. Gleðigangan fór fram með glæsiibrag. Þátttaka hefur aldrei verið eins góð og í þetta sinn.

Unga fólkið í kirkjunni lét sitt ekki eftir liggja og hafði forystu í málinu. Kirkjuvagn ÆSKÞ sómdi sér vel meðal ótal margra vagna sem voru skreyttir hressilega og uppi á þeim var fólk í þeim klæðum sem hugur þess kaus. Gleðin ríkti svo sannarlega og ekkert fékk á hana skyggt enda kjörorðið: Við trúum á fordómdalausan Guð.

Góður hópur gekk svo á eftir kirkjuvagninum.

Kirkjuvagn ÆSKÞ vakti mikla athygli og sérstaklega þegar kunnug lög ómuðu frá honum eins og Daginn í dag og Djúp og breið. Fjölmargir sem stóðu meðfram gönguleiðinni tóku undir. 

Gleði og hamingja sveif yfir mannfjöldanum.

Gleði fjölbreytninnar í allri mannlífsflórunni sem kirkjan tekur þátt í. Kirkjan er fólkið og engin tvö eru eins – hver hefur sína fjölbreytni í útliti og huga. Öll fáum við að vera eins og við erum - enginn skipar okkur að vera eitthvað annað en við erum. Það er frelsi og því ber að fagna. Það er líka hamingja sem þakkað er fyrir.

Hér á við:

„Fagnið með fagnendum... Berið sama hug til allra, verið ekki stórlát... Oftreystið ekki eigin hyggindum. Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna. Hafið frið við alla menn...“

             (Rómverjabréfið 12.15-18)

Kirkjan.is segir: Til hamingju - njótið lífsins!

Vagn ÆSKÞ við Hallgrímskirkju

Þessi stilltu sér upp með bros á vör

Kirkjuvagninn og Hallgrímskirkjuturn

Páll Óskar var auðvitað á sínum stað

 

 

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls