Lífleg kynning á kirkjutorgi

22. ágúst 2019

Lífleg kynning á kirkjutorgi

María, Hildur Björk og Sigfús munu kynna þjónustumiðstöðina

Þjónustumiðstöð Biskupsstofu stendur fyrir kirkjutorgi í safnaðarheimili Háteigskirkju þriðjudaginn 27. ágúst kl. 17.15.

„Þetta er nýjung sem felst í því að þau sem koma að kirkjustarfi með einum eða öðrum hætti segja frá störfum sínum og verkefnum“, segir sr. Sigfús Kristjánsson, verkefnastjóri á fræðslu- og kærleiksþjónustusviði kirkjunnar. „Spennandi nýjungar verða örugglega kynntar og svo brýnum við hvert annað til dáða með því sem vel hefur reynst“, bætir hann við.

Mikilvægt er að áliti sr. Sigfúsar að fólk sem er í forsvari fyrir ýmsa kirkjulega starfsemi segi frá störfum sínum og kynni þau fyrir þeim sem starfa á öðrum kirkjulegum vettvangi. „Allt er þetta sami vettvangurinn þegar upp er staðið og þannig fræðir hver annan og þá vita allir hvað aðrir eru að fást við í kirkjunni,“ segir sr. Sigfús. „Auk þess bætir þetta liðsheildina.“

Kirkjutorgið er kærkomin leið fyrir fólk í kirkjulegu starfi til að kynnast því betur en áður sem félög, hópar, stofnanir, ráð og sambönd, hafa á sinni könnu:

Þessi verða með kynningu:

Þjónustumiðstöð Biskupsstofu
Skálholtsútgáfan
ÆSKR
ÆSKÞ
Söngmálastjóri
Skálholt
Ellimálaráð
Hjálparstarf kirkjunnar
Áhugahópur um kyrrðarbæn
Biblíufélagið

Á kirkjutorginu verður kaffihorn þar sem fólk getur komið saman og rætt málin. Það er næsta öruggt að líflegar umræður munu skila inn einhverjum skemmtilegum hugmyndum því að maður er manns gaman. Og auk þess menntar einn annan!

Öllum sem vinna á kirkjulegum vettvangi er boðið til kirkjutorgsins.

Í lok kynningar og umræðna verður boðið upp á léttar veitingar.


  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls