Prestsvígsla í Skálholti

23. ágúst 2019

Prestsvígsla í Skálholti

Helga Kolbeinsdóttir, tilvonandi æskulýðsprestur

Sunnudaginn 25. ágúst kl. 14.00 verður Helga Kolbeinsdóttir, æskulýðsfulltrúi í Digraness- og Hjallasóknum í Kópavogi, vígð í Skálholtsdómkirkju sem æskulýðsprestur í þessum söfnuðum. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, vígir hana og er þetta fyrsta prestsvígsla hans.

Helga lauk mag. theol., prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 2013. Hún starfaði sem prestur í Noregi í þrjú ár, 2013-2016. Þá útskrifaðist hún með diplómagráðu í fjölskyldufræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 2018.  

Vígsluvottar verða sr. Skírnir Garðarsson, settur sóknarprestur í Skálholti, sr. Gísli Jónasson, prófastur, sr. Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur, sr. Sunna Dóra Möller, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Arna Grétarsdóttir, sem lýsir vígslu.

Skálholtskórinn syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar.

Að lokinni vígslumessu verður boðið í vígslukaffi í Skálholtsskóla.


  • Æskulýðsmál

  • Embætti

  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls