Sálmafossinn streymir

24. ágúst 2019

Sálmafossinn streymir

Sálmafossinn - gestir boðnir velkomnir

Hallgrímskirkja var troðfull þegar sálmafossinn tók að streyma kl. 15.00 í dag.

Það er samfelld dagskrá í kirkjunni til kl. 21.00 í kvöld.

Hörður Áskelsson er listrænn stjórnandi dagskrárinnar og skipuleggur hana. Prestarnir sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og dr. Sigurður Árni Þórðarson kynna. Inga Rósa Ingólfsdóttir er framkvæmdastjóri og tók á móti tíðindamanni kirkjan.is í forkirkju þar sem hún afhenti gestum prógrammið.

Dagskráin er afar fjölbreytt. Mótettukórinn, Scola cantorum, kirkjukór Akraness, kammerkórinn Hljómeyki og Dómkórinn, svo eitthvað sé nefnt, syngja. Sálmaspuni ómar og valin orgelverk verða leikin á Klais-orgel kirkjunnar.

Sérstaklega skal bent á Det Unge Vokalensemble frá kóngsins Kaupmannahöfn sem flytur meðal annars danska og íslenska kórtónlist. Þessi kór verður svo með tónleika annað kvöld í Háteigskirkju kl. 20.00. Aðgangur er ókeypis.

Fjöldi manns kemur að þessum tónleikum, og segja má að þar sé á ferð snilldarfólk á sínu sviði.

Enginn má láta þennan sálmafoss fram hjá sér fara.

Aðgangur er ókeypis og fólk getur farið og komið að vild.

Framkvæmdastjóri Sálmafossins, Inga Rós Ingólfsdóttir, afhenti prógrammið


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls