Fyrsta sinn á íslensku

25. ágúst 2019

Fyrsta sinn á íslensku

Séra Tryggvi Guðmundur Árnason

Hann prédikaði í fyrsta skipti á íslensku í Seltjarnarneskirkju í morgun.

Það voru tímamót hjá honum. Og prédikun var góð og uppbyggileg. Hann er búinn að vera prestur í nær tvo áratugi.

Hvernig stendur á því að maðurinn hefur ekki prédikað áður á íslensku?

Jú, skýringin er sú að hann er prestur í Ameríku.

Sr. Tryggvi Guðmundur Árnason, fæddur í Reykjavík árið 1964. Hélt eftir stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar til Ameríku.

Kirkjan.is ræddi við hann stuttlega eftir guðsþjónustu og í kirkjukaffinu í morgun; hann er hispurslaus maður í framgöngu og hress í tali: „Ég fór til Ameríku til að læra markaðsfræði. Fann mig ekki í þeim fræðum. Skráði mig í námskeið um trúarbragðafræði og þá var ekki aftur snúið – ég sogaðist inn í þann heim og kristinnar guðfræði.“

Vígðist sem prestur í Ameríku, hefur síðan þjónað í bandarísku Biskupakirkjunni þar vestra. „Ég hef verið safnaðarprestur og sinnt líka fangelsum, dauðadeildum og aðstandendum fanga í Atlanta,“ segir hann.

Nú er hann prestur við söfnuð Biskupakirkjunnar í Hickory í Norður-Karólínu.

Glaðlegur maður, talar íslensku án hreims þótt búið hafi ytra svo lengi. Heldur góðu sambandi við fjölskyldu sína hér á landi. Hann og sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju, þekkjast enda er sr. Bjarni tengiliður við anglíkönsku kirkjuna hér á landi.

Leiðir landans liggja svo sannarlega víða!

Hressilegir og ferskir vindar léku um Seltjarnarneskirkju í morgun
  • Frétt

  • Heimsókn

  • Menning

  • Messa

  • Samstarf

  • Trúin

  • Menning

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls