Orgel og íslenskar konur

27. ágúst 2019

Orgel og íslenskar konur

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti

Íslenskar konur hafa samið tónverk fyrir orgel en þau hafa ekki náð athygli sem skyldi.

Nú verður úr því bætt.

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir mun leika á miðvikudagskvöldið 28. ágúst kl. 20.00 á orgel Blönduóskirkju tónverk eftir konur. Tónleikarnir bera nafnið: Íslensku konurnar og orgelið.

Kirkjan.is ræddi við Sigrúnu Mögnu og spurði hana um hvaða konur þetta væru sem ættu verk á efnisskránni. Sagði hún þetta vera eftirtaldar konur: Hildigunnur Rúnarsdóttir, Bára Grímsdóttir, Þóra Marteinsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir - og svo verk eftir hana sjálfa.

Sigrún Magna er organisti við Akureyrarkirkju og hefur verið það í áratug. Tónleikarnir standa yfir í um klukkustund og er aðgangur ókeypis. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir.

Hún mun halda sömu tónleika í Ólafsfjarðarkirkju sunnudaginn 1. september kl. 17.00.

Þar er aðgangur líka ókeypis og allir velkomnir!


  • Frétt

  • Menning

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Menning

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls