Starf sem fer ekki hátt

30. ágúst 2019

Starf sem fer ekki hátt

Sólrún Ó. Siguroddsdóttir

Víða er unnið starf sem ekki fer hátt. En það skilar sínu til einstaklinga og samfélags.

Í nokkrum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi eru starfandi samtökin Vinir í bata. Það eru samtök fólks sem nota Tólf spora kerfið til að skoða líf sitt.

Í Grensáskirkju í Fossvogsprestakalli hefst í næstu viku átjánda starfsár Vina í bata. Fyrsti fundur vetrarins er semsé fimmtudaginn, 5. september, og hefst hann kl. 19.15 og stendur yfir í tvær klukkustundir. Unnið er í litlum hópum. Fyrstu þrír fundirnir eru kynningarfundir en eftir þá er hópunum lokað.

Sólrún Ó. Siguroddsdóttir leiðir starf Vina í bata í Grensáskirkju og það hefur hún gert í nokkur ár.

„Starfið hjá okkur er 30 vikna prógramm og það byggist á sporunum tólf. Sumir láta sér nægja að fara gegnum prógrammið einu sinni en aðrir kjósa að koma oftar og geta þá oft farið dýpra ofan í málin “ segir Sólrún.

Sólrún segir starf Vina í bata vera jafningjafræðslu þar sem hver kenni öðrum. Frásagnir og lífsreynsla þátttakenda hjálpar hverjum og einum. Margt gerist í lífi fólks á ævinni sem þarf að vinna úr og skoða út frá ýmsum sjónarhornum. Þessi tólf spora leið hafi reynst mörgum góð.

„Fólk heyrir ýmsar lífreynslusögur og kannast við þær úr eigin lífi; heyrir hvernig aðrir tókust á við óvænt atvik og alvarleg. Einnig hvernig aðrir glíma við hversdaglega lífsreynslu og eril dagsins,“ segir Sólrún. „Það hjálpar mörgum að heyra hvernig aðrir hafa tekist á við eitt og annað í lífinu sem hefur reynst snúið og ræða um það.“

Sólrún segir að starf Vina í bata séu opin öllum og kosti ekki neitt. „Við notum vinnubók sem Margrét Eggertsdóttir þýddi, Tólf sporin – Andlegt ferðalag, það er það eina sem fólk þarf að kaupa.“

Starf Vina í bata byggir á sjálfboðaliðum að sögn Sólrúnar. Þegar hún er spurð hvort þetta sé trúarlegs eðlis segir hún að sumir hafi fundið trú í gegnum vinnu í tólf sporunum.

Vinir í bata starfa í ýmsum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Það er kannski ekki tilviljun að þær hafi hýst þetta mannræktarstarf sem hefur margvíslegar trúarlegar og tilvistarlegar tengingar.

Hér má sjá hvar Vinir í bata eru starfandi og einnig fundartíma:

Fundartímar

Sjá annars nánar um Vini í bata viniribata.is


  • Forvarnir

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Námskeið

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

  • Námskeið

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls