Á allra vörum og í allra eyrum

1. september 2019

Á allra vörum og í allra eyrum

Gamlar klukkur Garpdalskirkju í Hólmavíkurprestakalli

Enginn skyldi láta sér bregða þótt ómur af kirkjuklukkum berist inn um gluggann mánudaginn 2. september, upp úr kl. 7.00 að morgni.

Kirkjuklukkur eru forn miðill og sérstakur. Og sterkur. Margir eru vanir hljómi þeirra á sunnudögum en þegar hann berst um byggðir eldsnemma á ofur hversdagslegum mánudegi hljóta að vakna spurningar hjá fólki hvað sé á seyði.

Forystukonur átaksins Á allra vörum óskuðu eftir því við biskup Íslands, sr. Agnesi M. Sigurðardóttur, að kirkjan tæki þátt í átakinu með þeim hætti að kirkjuklukkum landsins yrði hringt snemma að morgni 2. september. Markmiðið er að vekja athygli á því máli sem þær setja nú í öndvegi – og vekja þjóðina í orðsins fyllstu merkingu – og það er: Eitt líf – forvarnir og fræðsla vegna vímuefnaneyslu ungmenna. Þær kalla átakið Vaknaðu og hvað er því táknrænna en sláttur kirkjuklukkna snemma að morgni?

Af þessu tilefni ritaði biskup bréf til presta og formanna sóknarnefnda og hvatti til þátttöku í þessu mikilvæga forvarnarátaki til að berjast gegn fíkniefnavandanum. 

Menntamálaráðuneytið og Ríkisútvarpið taka þátt í þessu átaki.

Það voru þrjár konur, þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir, sem stofnuðu samtökin Á allra vörum árið 2008. Þetta er einstaklingsframtak þeirra og nýtur engra opinberra styrkja.

Á allra vörum hefur frá upphafi lagt ýmsum málefnum lið eins og Kvennaathvarfinu, Ljósinu, Krabbameinsfélaginu, langveikum börn – svo nokkur dæmi séu nefnd.

Lesandi getur hlýtt á slátt kirkjuklukknanna í Garpsdal hér og tekið sjálfur með þeim hætti þátt í átakinu á Allra vörum.

Myndin með fréttinni er tekin af  hinum athyglisverða vef Guðmundar Karls Einarssonar: Kirkjuklukkur Íslands


  • Forvarnir

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls