Boðin velkomin í söfnuðinn

20. september 2019

Boðin velkomin í söfnuðinn

Seltjarnarneskirkja tók á móti flóttafólkinu blómum skrýdd

Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju efndi til móttöku í hádeginu í gær fyrir fjóra kvótaflóttamenn sem komnir eru í bæinn. Það eru tveir karlar og tvær konur, sem eru frá Úganda en koma úr flóttamannabúðum í Kenía. Þessir flóttamenn þurftu að flýja heimkynni sín vegna kynhneigðar sinnar en þeir eru samkynhneigðir og það er refsivert í Úganda. Samkynhneigt fólk sætir þar ofsóknum.

Flóttamennirnir eru ungir að árum, tveir þeirra eru 22ja ára, einn er 24 og annar 25. Einn þeirra kom í júní og sá er nú þegar kominn með vinnu - en hinir eru til þess að gera nýkomnir.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, bauð flóttamennina velkomna í kirkjuna ásamt sóknarnefndarmönnum. Boðið var í léttan hádegisverð og ræddi fólk saman. Flóttafólkinu voru afhent blóm og þeim sýnd kirkjan og fannst því hún vera falleg og stílhrein. Þessir flóttamenn eru kristnir. Í lok stundarinnar söng einn flóttamannanna úgandískan sálm við mikla hrifningu viðstaddra.

Enska er opinbert tungumál þeirra sem búa í Úganda. Annars eru um töluð um þrjátíu tungumál og mállýskur þar; Swahili kemst næst enskunni.

Félagsmálayfirvöld á Seltjarnarnesi undirbjuggu komu flóttamannanna. Þeir komu í hópi sem skipt var á milli þriggja sveitarfélaga, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar og Garðabæjar.

Soffía Ásgeirs Óskarsdóttir, ráðgjafi hjá Seltjarnarnesbæ, og Ragna Sigríður Reynisdóttir, félagsráðgjafi, sögðu allan undirbúning hafa gengið vel. Þá hefði heilbrigðiskerfið verið kynnt fyrir þeim sem og lögreglan. Ástæða þess að lögregla er kynnt sérstaklega kynnt er sú að í Úganda gengur hún mjög svo harkalega fram gegn samkynhneigðu fólki. Þeim var gert ljóst að ekki þyrfti að óttast lögregluna hér. Einnig stæði til að kynna þeim fyrir Samtökunum 78 og fengju þau einkafræðslu þar ef þau óskuðu þess. Það væri einnig mjög jákvætt og ánægjulegt að kirkjan væri kynnt fyrir þessu nýju íbúum og þakkarvert hve vel hún tæki á móti þeim..

Flóttafólkið fékk fallega rauða rós við komuna frá sóknarnefndinni

Sr. Bjarni Þór afhenti blóm en hann átti frumkvæði að þessari móttöku

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Menning

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls