Sálgæsludagurinn er nauðsynlegur

22. október 2019

Sálgæsludagurinn er nauðsynlegur

Rósa Kristjánsdóttir, deildarstjóri sálgæslu djákna og presta

Undanfarin ár hefur verið haldinn sérstakur dagur á Landspítalanum sem hefur verið tileinkaður sálgæslu.

Sálgæsludagurinn í ár fer fram í Hringsal Barnaspítala á morgun, miðvikudaginn 23. október og stendur yfir frá kl. 13.15 – 16.00.

Veg og vanda af honum hefur sálgæsluteymi spítalans haft en fyrir því fer Rósa Kristjánsdóttir, djákni - hún er deildarstjóri sálgæslu djákna og presta.

„Allir eru velkomnir til að hlýða á dagskrána og taka þátt í henni,“ segir Rósa þegar kirkjan.is spyr hana út í sálgæsludaginn. „Og fólk hefur verið ánægt með þetta framtak okkar enda nauðsynlegt að taka einn dag frá til að huga að einstaka þáttum sálgæslunnar.“

Dagskrá sálgæsludagsins beinir sjónum sínum að þessu sinni að sálgæslu og fíkn: Hinar mörgu birtingamyndir fíknar.

„Fíknin getur birst á öllum deildum sjúkrahússins,“ segir Rósa, „hjá manneskju í sjálfsvígshugleiðingum vegna fíkniefnavanda og hjá annarri sem hefur slasast því að hún vissi ekki í þennan heim eða annan vegna neyslu – þannig mætti lengi telja.“ Vandinn er víðtækur að sögn hennar og því er reynt á þessum sálgæsludegi að skoða hann út frá sjónarhóli fjölskyldunnar, einstaklingsins og starfsfólksins.

Stöðugildi djákna og presta við Landspítala-háskólasjúkrahús eru 6.8, að sögn Rósu. Sálgæsluteymið sinnir vaktavinnu, en allir eru á vakt frá 8-16.00. Síðan er skipst á helgar- og næturvöktum. Þau í teyminu reyna að vera sýnileg inni á deildum og þá sinna þau ýmsum teymisfundum.

Rósa Kristjánsdóttir setur sálgæsludaginn formlega kl. 13.15.

Þessi erindi verða flutt og um þau fara líka fram umræður:

„Sorg og þjáning fjölskyldunnar í fíknisjúkdómum“, sr. Eysteinn Orri Gunnarsson, sjúkrahúsprestur,
kl. 13.25-13.45.

„Fólk með fíknisjúkdóm finnur líka til“, Sigríður Zoëga, PhD., sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala,
kl. 13.45-14.05.

„Fíkn og sálgæsla á vefrænum deildum“, sr. Díana Ósk Óskarsdóttir, sjúkrahúsprestur,
kl. 14.30-14.50.

„Að annast fólk með sögu um fíknisjúkdóma“, Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir fíknigeðdeildar,
kl. 14.50-15.10.

Eftir fyrirspurnir og umræður flytur Lára Sif Lárusdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi Teigi, lokaorð.

Fundarstjórn er í höndum sr. Vigfúsar Bjarna Albertssonar, sjúkrahúsprests.

Sálgæsludagurinn fer fram í húsakynnum Barnaspítala Hringsins en
þar er þetta listaverk að finna utan dyra.
  • Forvarnir

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls