28. október 2019
Þau sóttu um Digranes
Digraneskirkja var vígð 1994
Umsóknarfrestur um embætti prests í Digranesprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, rann út á miðnætti fimmtudaginn 24. október 2019.
Þessi sóttu um embættið:
Bryndís Svarsdóttir, cand. theol.
Sr. Gunnar Jóhannesson
Sr. Helga Kolbeinsdóttir
Digranesprestakall er ein sókn, Digranessókn, með rúmlega 9.700 íbúa og eina kirkju, Digraneskirkju. Sóknin er á samstarfssvæði með Hjallasókn.
Skipað er í embættið frá 1. janúar 2020 til fimm ára.