Leikmannaráð þjóðkirkjunnar
Í gær hélt Leikmannaráð þjóðkirkjunnar fund í Katrínartúni 4. Nýr formaður leikmannaráðs er Ágúst Victorsson.
Eftir fundinn var hið nýja húsnæði Biskupsstofu skoðað. Af því tilefni var þessari mynd smellt af ráðinu.
Þau eru á myndinni, talið frá hægri:
Sigríður Klara Árnadóttir, Kjalarnessprófastsdæmi
Ágúst Victorsson, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
Reynir Sveinsson, Kjalarnessprófastdæmi
Jón Oddgeir Guðmundsson, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
Guðný Guðnadóttir, Suðurprófastsdæmi
Jónas Þór Jóhannsson, Austurlandsprófastsdæmi
Magnhildur Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Leikmannastefnunnar
Leist fólki afskaplega vel á hið nýja húsnæði.
Í starfsreglum um leikmannaráð segir meðal annars
„Leikmannaráð er skipað þremur mönnum og jafnmörgum til vara og skulu þeir skipta með sér verkum. ... Leikmannaráð sér um undirbúning og framkvæmd leikmannastefnu í samráði við biskup Íslands og er í fyrirsvari fyrir leikmannastefnu milli stefna. Þá annast leikmannaráð um framkvæmd þeirra mála sem leikmannastefna vísar til ráðsins.“
Hér eru: Starfsmannareglur leikmannaráðs