Kirkjuþingi fram haldið

3. nóvember 2019

Kirkjuþingi fram haldið

Fundur kirkjuþings. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir í ræðustól

Fundur kirkjuþings hófst í morgun kl. 9.00.

Fyrri umræða um mál kirkjuþings hélt áfram.

Lífleg umræða fór fram um tillögu að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta, mál nr. 20. Stundum er umræða um val og veitingu embætta kölluð eilífðarumræða innan kirkjunnar því margar og ólíkar skoðanir eru uppi á þeim málum.

Þá fór einnig mikil umræða um tillögu til þingsályktunar um úttekt á prestssetra- og kirkjujörðum vegna endurheimtar votlendis og skógræktar (mál nr. 20). Fleiri mál af umhverfistoga liggja fyrir þinginu eins og tillaga til þingsályktunar um kolefnisjöfnun ferðalaga á vegum kirkjustjórnarinnar (mál nr. 25). Einnig tillaga til þingsályktunar um orkuskipti í samgöngum á vegum starfsfólks kirkjunnar, mál nr. 23.

Nú er hlé á fundum kirkjuþings. Fundur hefst aftur kl. 13.00 og stendur til kl. 16.30.

Streymt er frá fundum kirkjuþings með hljóði og mynd, sjá hér.

Málaskrá þingsins er hér.


  • Frétt

  • Fundur

  • Samfélag

  • Þing

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls