Tveggja presta óskað

13. nóvember 2019

Tveggja presta óskað

Akraneskirkja

Biskup Íslands óskar eftir prestum til þjónustu í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmis frá og með 1. febrúar 2020.

Um er að ræða tvö störf. Hvað annað starfið varðar er lögð sérstök áhersla á að byggja upp barna- og æskulýðsstarf í prestakallinu. Mun erindisbréf fyrir starfið kveða á um sérstakar skyldur prests þar að lútandi. Hitt starfið lýtur frekar að hefðbundnum prestsstörfum.

Eru umsækjendur beðnir um að tilgreina það skýrt í umsókn sinni um hvort starfið er sótt, eða hvort sótt sé um bæði störfin.

Undir forystu sóknarprests munu prestar skipta með sér verkum og gera með sér skriflegan samstarfssamning, sem kveður frekar á um þær skyldur sem fylgja prestakallinu og miðar að því að jafna þjónustubyrði.

Nánari upplýsingar eru hér.

Umsóknarfrestur er til miðnættis fimmtudagsins 12. desember 2019.


    hateigskirkja.jpg - mynd

    Samverustund syrgjenda á aðventunni

    13. nóv. 2024
    Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
    kirkjanisaugl.jpg - mynd

    Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

    12. nóv. 2024
    Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
    Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

    Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

    08. nóv. 2024
    ...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls