Hurð fellur að stöfum

15. nóvember 2019

Hurð fellur að stöfum

Tímamót - Margrét Bóasdóttir og Pétur Garðarsson

Kirkjukórasamband Íslands var stofnað 23. júní árið 1951 á heimili þáverandi söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Sigurðar Birkis, í Barmahlið 45, í Reykjavík. Hann var kjörinn formaður sambandsins. Alls gengu sextán kirkjukórasambönd prófastsdæmanna í kirkjukórasambandið. Stofnfundurinn var fjölmennur og þröngt setið á heimili söngmálastjóra.

Kirkjukórasambandið starfaði ötullega í áratugi sem regnhlífarsamtök fyrir kirkjukórasambönd prófastdæmanna. Iðulega héldu kirkjukórasamböndin söngmót sem voru vel sótt. Fámennir kórar og sumir í afskekktum stöðum nutu mikils stuðnings frá Kirkjukórasambandi Íslands á sínum tíma.

En tímarnir breytast og mennirnir með.

Frá síðustu aldamótum hefur starfsemin ekki verið nein og sama að segja um starf sambanda í prófastdæmunum. Segja má að síðasta stóra verkefni Kirkjukórasamband Íslands hafi verið unnið við kristnitökuhátíðina á Alþingi árið 2000.

Í samráði við söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Margréti Bóasdóttur, ákvað sú stjórn sem síðast var kjörin, að leggja Kirkjukórasamband Íslands niður, enda liðin um 20 ár frá því að nokkur starfsemi var. Smávegis fjármagn var til í sjóði og verður það í vörslu kirkjunnar uns finnst leið til að nýta það í öðrum samtökum tengdum kirkjutónlist.

Pétur Garðarsson, fyrrverandi skólastjóri á Siglufirði, var formaður Kirkjukórasamband Íslands, og 11. nóvember s.l. afhenti hann Margréti, söngmálastjóra, gögn sambandsins og skjal þar sem fram kemur að starfseminni hafi verið hætt og gögnum skilað.

Margrét þakkaði Pétri og þeim sem eftir voru í stjórn, fyrir störf þeirra og trúmennsku í garð kirkjukórastarfsins. Hún sagðist myndi keppa að því að finna nýjan farveg svo að starf kirkjukóra gæti eflst þótt vettvangurinn breyttist.

Kirkjan. is ræddi við Pétur Garðarsson en hann býr á Siglufirði og söng þar með kirkjukórnum í um þrjátíu ár.

„Kirkjukórasamböndin úti í héruðunum, prófastsdæmunum, voru orðin meira og minna óstarfhæf,“ svarar Pétur þegar hann er inntur eftir því hver ástæðan hafi verið fyrir að leggja Kirkjukórasamband Íslands niður. Hann segir að stjórnin hafi reynt að halda þessu úti en fundasókn hafi verið léleg. Síðast kom enginn á fund og þar áður kom ein kona frá Akureyri. Og eina lífið var hjá Kirkjukórasambandi Norður-Þingeyinga.

„Sennilega er ástæðan fyrir þessu almenn félagslegt deyfð“, segir Pétur. „Það er nú víða erfitt að halda úti kirkjukórum,“ bætir hann við.

Pétur er þó vongóður um að það finnist farvegur fyrir samskipta- og menntavettvang fyrir kirkjukórafólk og tónlistarfólk sem ann kirkjunni.

Morgunblaðið 9. ágúst 1953,
þar sem fjallað var um Sigurð
(Eyjólfsson) Birkis söngmálastjóra sextugan.
Hann var fæddur 1893 og lést 1960. Hafði foyrstu um 
stofnun Kirkjukórasambands Íslands á sínum tíma.

 


  • Frétt

  • Menning

  • Skipulag

  • Tónlist

  • Menning

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls