Sr. Ninna Sif í Hveragerði

21. nóvember 2019

Sr. Ninna Sif í Hveragerði

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir

Umsóknarfrestur um Hveragerðisprestakall rann út á miðnætti 16. október. Kjörnefnd valdi sr. Ninnu Sif Svavarsdóttur sem næsta sóknarprest.

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir fæddist á Akranesi árið 1975, ólst þar upp og í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1995 og guðfræðiprófi, cand. theol., frá H. Í. 2007 og MA-prófi í guðfræði 2014. Hún hefur lagt gjörva hönd á margt og verið m.a. stundakennari við guðfræðideild H.Í., og forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Hún var æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju 2009 og var vígð þangað til prestsþjónustu árið 2011. Sr. Ninna Sif var skipuð prestur í Selfossprestakalli árið 2015. Hún hefur verið formaður Prestafélags Íslands frá 2018.

Eiginmaður sr. Ninnu Sifjar er Daði Sævar Sólmundarson og eiga þau fjögur börn.

Biskup skipar í embættið frá og með 1. desember til fimm ára.

Í Hveragerðisprestakalli, Suðurprófastsdæmi, eru tvær sóknir, Hveragerðissókn og Kotstrandarsókn, með tæplega 2.700 íbúa og tvær kirkjur, Hveragerðiskirkju og Kotstrandarkirkju. Hveragerðis- og Kotstrandarsóknir eru á samstarfssvæði með Selfoss-, Hraungerðis-, Laugardæla-, Villingaholts- Gaulverjabæjar-, Eyrarbakka-, Stokkseyrar-, Strandar- og Þorláks- og Hjallasóknum. 

 

  • Auglýsing

  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Kosningar

  • Sálgæsla

  • Samstarf

  • Starfsumsókn

  • Trúin

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls