Eyrarbakkaprestakall: Nýr prestur

15. janúar 2020

Eyrarbakkaprestakall: Nýr prestur

Sr. Arnaldur Bárðarson

Umsóknarfrestur um Eyrarbakkaprestakall í Suðurprófastsdæmi rann út 18. desember og sótti einn um, sr. Arnaldur Bárðarson. Auglýst var eftir sóknarpresti til þjónustu við prestakallið frá og með 1. febrúar 2020.

Kjörnefnd kaus sr. Arnald til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hans.

Í samræmi við þær breytingar sem nú hafa orðið á starfsmannamálum þjóðkirkjunnar er sr. Arnaldur ráðinn ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti.

Í Eyrarbakkaprestakalli eru þrjár sóknir, Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Gaulverjabæjarsókn og kirkja er í hverri sókn. Íbúafjöldi í prestakallinu eru 1.443. Prestakallið er í tveimur sveitarfélögum og nær yfir þann hluta Árborgar sem næst er sjó og syðsta hluta Flóahrepps. Einn sóknarprestur starfar í prestakallinu, en umtalsvert samstarf er við presta Selfossprestakalls.

Arnaldur Bárðarson er fæddur 2. júní 1966 á Akureyri og ólst þar upp. Hann var við nám í Menntaskólanum á Akureyri 1982-1985 og lauk stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 1989. Kandídatsprófi í guðræði lauk hann frá Háskóla Íslands 1995. Stundaði nám í uppeldis- og kennslufræðum við Háskólann á Akureyri 1996 og lauk meistarapróf í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri 2012. Sr. Arnaldur stundaði framhaldsnám í kennimannlegri guðfræði við norska háskóla á meistarastigi um árs skeið. Þá hefur hann leyfisbréf sem grunn- og framhaldsskólakennari.

Sr. Arnaldur var fræðslufulltrúi kirkjunnar á Norðurlandi frá hausti 1992 til febrúar 1996. Hann stundaði kennslu við Gagnfræðaskóla Akureyrar, Grunnskólann á Raufarhöfn, Stórutjarnaskóla, Hlíðarskóla á Akureyri, Framhaldsskólann á Laugum og Hadsel Videregående skole.

Sr. Arnaldur var sóknarprestur í Raufarhafnarprestakalli frá í febrúar 1996 og vígður 25. febrúar s.á. Sóknarprestur í Ljósavatnsprestakalli frá júní 1997 til vors 2003. Prestur við Glerárkirkju á Akureyri frá 2003 til ársloka 2009. Sóknarprestur í norsku kirkjunni frá ársbyrjun 2010 til aprílloka 2017. Var við hótelrekstur í Hafnarfirði frá 2017 til 2019. Hefur verið afleysingarprestur í Breiðabólstaðar-, Bústaðar-, Þorlákshafnar- og Eyrarbakkaprestaköllum.

Eiginkona sr. Arnalds er sr. Ingibjörg Jóhannsdóttir áður prestur í norsku kirkjunni og menntunarfræðingur. Þau eiga fimm syni.


  • Biskup

  • Frétt

  • Kosningar

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Umsókn

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls