Biskup heilsaði fyrst upp á börnin

31. janúar 2020

Biskup heilsaði fyrst upp á börnin

Í Grunnskóla Borgarness. Frá vinstri Júlía Guðjónsdóttir, skólastjóri, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir, aðstoðarskólastjóri, biskup Íslands og prófasturinn á Borg

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, heimsótti Grunnskólann í Borgarnesi í gær. Það var fyrsta verk hennar í vísitasíunni. Sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari var með í för sem og prófasturinn á Borg, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason.

Skólastjórnendur, þær Júlía Guðjónsdóttir, skólastjóri, og Ragnhildur Kristín Einarsdóttir, aðstoðarskólastjóri, sýndu þeim skólann.

Biskup ræddi við börnin og kennara, fór vel á með þeim öllum sem og föruneyti hennar. Uppbyggingarstefna og velferðarkennsla í grunnskólanum var kynnt fyrir gestunum.

Síðar var samvera á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð. Biskup Íslands flutti hugleiðingu og ræddi við fólkið. 

Biskupi og föruneyti hennar var afar vel tekið. 

Vísitasía biskups í Borgarprestakalli heldur áfram í dag.

Dagskrá vísitasíunnar í dag er með þessum hætti:

Kl 10.30 Akrakirkja - kirkjuskoðun og fundur með sóknarnefnd.
Kl 12.00 Hádegisverður á Brúarlandi
Kl 14.00 Álftártungukirkja – kirkjuskoðun og fundur með sóknarnefnd.
Kl 16.00 Álftaneskirkja – kirkjuskoðun og fundur með sóknarnefnd

hsh

Sr. Agnes, biskup, flutti hugleiðingu og ræddi við heimilisfólk í Brákarhlíð og fékk hún hlýjar móttökur

  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls