Biskup meðal barna og skólafólks, eldri borgara og bæjarstjórnarmanna

19. febrúar 2020

Biskup meðal barna og skólafólks, eldri borgara og bæjarstjórnarmanna

Sr. Agnes talaði við heimilisfólkið á dvalarheimilinu í Ólafsvík

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hélt áfram vísitasíu sinni í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli í fyrradag.

Á mánudeginum heimsótti sr. Agnes Grunnskóla Snæfellsbæjar. Hilmar Már Arason, skólastjóri, tók á móti biskupi og föruneyti í skólanum á Hellissandi.

Skólastarf grunnskólans fer fram á þremur stöðum, Lýsuhóli, Ólafsvík og Hellissandi. Einkunnarorð skólans eru: Sjálfstæði – Metnaður – Samkennd, og var biskupi kynnt hugmyndafræðin þar að baki og starfsemi skólans.

Sr. Agnes heilsaði síðan upp á nemendur, kennara og starfsfólk skólans á Hellissandi og í Ólafsvík og naut þar leiðsagnar Hilmars Más, skólastjóra.

Því næst lá leið biskups á dvalarheimilið Jaðar, Ólafsvík, þar sem biskup leiddi helgistund, heilsaði upp á heimilisfólk og starfsfólk. Inga Jóhanna Kristinsdóttir, forstöðukona, tók á móti biskupi og föruneyti.

Biskup skoðaði jafnframt kapellu og líkhúsið í Ólafsvík og kynnti sóknarpresturinn, sr. Óskar Ingi Ingason, biskupi starfsemina og þjónustuna sem þar er innt af hendi. Kirkjugarðurinn var síðan skoðaður.

Vísitasíu biskups í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall lauk með fundi biskups og bæjarstjórnar á skrifstofu, bæjarstjóra Hellissands. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, tók á móti biskupi ásamt samstarfsfólki sínu.

Vísitasían í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall og Setbergsprestakall tókst ákaflega vel og var ánægjuleg í alla staði fyrir sóknarfólk sem og biskup Íslands og föruneyti hennar. 

ÞV/hsh

Myndir tók Þorvaldur Víðisson


Sr. Óskar Ingi, sr. Agnes og Inga Jóhanna Kristinsdóttir,
forstöðukona dvalarheimilisins í Ólafsvík


Kirkjufólk í Ingjaldshólskirkju


Hilmar Már Arason, skólastjóri, sr. Agnes og sr. Óskar Ingi


Biskup heimsótti bæjarstjórnina í Ólafsvík


Snæfellingar hafa engu gleymt: Hér er ekkert fínt undir sautján sortum,
sagði fröken Hnallþóra í Kristnihaldi undir Jökli sællar minningar


Altarið í kapellunni í Ólafsvík

  • Biskup

  • Frétt

  • Heimsókn

  • Menning

  • Öldrunarþjónusta

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls