Fundi kirkjuþings frestað

12. mars 2020

Fundi kirkjuþings frestað

Frá fundi kirkjuþings 2019 í nóvember s.l. Svana Helen Björnsdóttir í ræðustóli, þá Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, og Ragnhildur Benediktsdóttir, lögfræðingur

Forsætisnefnd kirkjuþings ákvað í dag í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu að fresta framhaldsfundi kirkjuþings 2019 sem halda átti 20. mars n.k. til föstudagins 12. júní kl. 14.00.

Búist er við því að þinginu ljúki á sunnudagskvöldi 14. júní, en það gæti þó dregist um einn sólarhring.

Þá hefur forsætisnefnd ákveðið að tilnefna fulltrúa í eftirfarandi þriggja manna undirbúningsnefndir sem starfi fram að þinginu í júní:

1. Nefnd til að undirbúa breytingar á þjóðkirkjulagafrumvarpinu frá 2017
2. Nefnd til að undirbúa innleiðingu á reglum um kjaranefnd
3. Nefnd til að hefja undirbúning úthlutana úr Jöfnunarsjóði sókna eftir nýjum reglum

Um kirkjuþing Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka. Þingið kemur árlega saman til fundar á haustdögum. Heimilt er að gera allt að sex mánaða hlé á þingfundum milli umræðna eða áður en síðari umræðu um þingmál lýkur. Á þinginu sitja 29 fulltrúar, 12 vígðir og 17 leikmenn. Forseti kirkjuþings er kjörinn úr röðum leikmanna. Núverandi forseti er Drífa Hjartardóttir.

Sjá nánar um kirkjuþing hér.

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls